Gnabry með fernu þegar Bayern valtaði yfir Tottenham Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. október 2019 21:00 Serge Gnabry fór á kostum í seinni hálfleik vísir/getty Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Heimamenn í Tottenham komust yfir með marki frá Son Heung-min á 12. mínútu en gestirnir jöfnuðu þremur mínútum seinna með glæsimarki frá Joshua Kimmich. Robert Lewandowski kom svo Bayern yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór Serge Gnabry á kostum og skoraði fjögur mörk fyrir Bayern sem valtaði yfir Tottenham. Inn á milli marka Gnabry þá skoraði Lewandowski annað mark og Harry Kane setti sárabótamark fyrir Tottenham úr vítaspyrnu. Lokatölur urðu 2-7 fyrir Bayern sem er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki. Tottenham er með eitt stig. Meistaradeild Evrópu
Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Heimamenn í Tottenham komust yfir með marki frá Son Heung-min á 12. mínútu en gestirnir jöfnuðu þremur mínútum seinna með glæsimarki frá Joshua Kimmich. Robert Lewandowski kom svo Bayern yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór Serge Gnabry á kostum og skoraði fjögur mörk fyrir Bayern sem valtaði yfir Tottenham. Inn á milli marka Gnabry þá skoraði Lewandowski annað mark og Harry Kane setti sárabótamark fyrir Tottenham úr vítaspyrnu. Lokatölur urðu 2-7 fyrir Bayern sem er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki. Tottenham er með eitt stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti