Sterling sá um Dinamo Zagreb Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. október 2019 21:00 vísir/getty Innkoma Raheem Sterling sá um Dinamo Zagreb þegar Englandsmeistararnir í Manchester City mættu króatíska liðinu í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City var með mikla yfirburði í leiknum og fór með hvert færið á eftir öðru áður en varamaðurinn Sterling braut loks ísinn á 66. mínútu þegar hann setti fyrirgjöf Riyad Mahrez í netið. Sterling lagði svo upp markið sem gulltryggði sigurinn. Hann sendi fyrir markið á Phil Foden, sem hafði einnig komið af varamannabekknum, og kláraði Foden færið af öryggi. City er með fullt hús eftir tvo leiki og situr á toppi riðilsins. Meistaradeild Evrópu
Innkoma Raheem Sterling sá um Dinamo Zagreb þegar Englandsmeistararnir í Manchester City mættu króatíska liðinu í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City var með mikla yfirburði í leiknum og fór með hvert færið á eftir öðru áður en varamaðurinn Sterling braut loks ísinn á 66. mínútu þegar hann setti fyrirgjöf Riyad Mahrez í netið. Sterling lagði svo upp markið sem gulltryggði sigurinn. Hann sendi fyrir markið á Phil Foden, sem hafði einnig komið af varamannabekknum, og kláraði Foden færið af öryggi. City er með fullt hús eftir tvo leiki og situr á toppi riðilsins.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti