Lítur athugasemdir umboðsmanns alvarlegum augum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 12:59 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“ Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira