Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2019 13:41 Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. Sorpu Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum á föstudag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrðu bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að lána Sorpu 990 milljónir til að ljúka við framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Að mati stjórnarinnar er mikilvægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mistaka sem voru gerð við framsetningu og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hafi orsakað frávik á áætluðum framkvæmdakostnaði við gas- og jarðgerðarstöðina.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.Innri endurskoðun ráðgerir að fimm hundruð klukkustundir fari í úttektina og að verkefnateymi innri endurskoðunar og ráðgjafar frá Ernst & Young muni skipta með sér verkþáttum. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt 5. desember næstkomandi á sameiginlegum fundi endurskoðunarnefndar og stjórnar Sorpu bs. „Áhersla er lögð á stjórnarhætti SORPU með það í huga að alvarleg mistök voru gerð sem hafa haft umtalsverð áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjárstýringu. Í því sambandi er talið mikilvægt að skoða umgjörð og stjórnarhætti Sorpu bs. með áherslu á áætlunargerð og ákvörðunartöku vegna fjárfestingar í gas- og jarðgerðarstöð. Þá er jafnframt lögð áhersla á að rýna þær úttektir sem áður hafa verið gerðar á eftirlitsumhverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman umfjöllun á einum stað um félagsform og rekstrarforsendur á bak við ákvarðanir.“ Skoðað verður hvernig útdeilingu valds og ábyrgðar er háttað og lagt mat á hvernig stjórn sinnir innra eftirliti. Í því sambandi verður skoðað hvernig upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar hefur verið. Markmiðið er að kanna fylgni við settar stefnur og verklagsreglur. Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45 Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30 Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum á föstudag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrðu bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að lána Sorpu 990 milljónir til að ljúka við framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Að mati stjórnarinnar er mikilvægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mistaka sem voru gerð við framsetningu og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hafi orsakað frávik á áætluðum framkvæmdakostnaði við gas- og jarðgerðarstöðina.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.Innri endurskoðun ráðgerir að fimm hundruð klukkustundir fari í úttektina og að verkefnateymi innri endurskoðunar og ráðgjafar frá Ernst & Young muni skipta með sér verkþáttum. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt 5. desember næstkomandi á sameiginlegum fundi endurskoðunarnefndar og stjórnar Sorpu bs. „Áhersla er lögð á stjórnarhætti SORPU með það í huga að alvarleg mistök voru gerð sem hafa haft umtalsverð áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjárstýringu. Í því sambandi er talið mikilvægt að skoða umgjörð og stjórnarhætti Sorpu bs. með áherslu á áætlunargerð og ákvörðunartöku vegna fjárfestingar í gas- og jarðgerðarstöð. Þá er jafnframt lögð áhersla á að rýna þær úttektir sem áður hafa verið gerðar á eftirlitsumhverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman umfjöllun á einum stað um félagsform og rekstrarforsendur á bak við ákvarðanir.“ Skoðað verður hvernig útdeilingu valds og ábyrgðar er háttað og lagt mat á hvernig stjórn sinnir innra eftirliti. Í því sambandi verður skoðað hvernig upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar hefur verið. Markmiðið er að kanna fylgni við settar stefnur og verklagsreglur.
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45 Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30 Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45
Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30
Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34