Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 21:31 Enginn skortur er á fjárhagslegum stuðningi við Trump þó að gustað hafi um hann að undanförnu. AP/Evan Vucci Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45