Uppsagnir í bönkum og sérstök skattlagning Sigurgeir Jónasson skrifar 2. október 2019 07:15 Mikla athygli vakti þegar forsvarsmenn Arion banka gripu til þungrar hagræðingaraðgerðar í lok september þar sem um 100 manns var sagt upp. Á ársgrunni er hagræðingin talin lækka rekstrarkostnað bankans um 1,3 milljarða króna. Ein af ástæðunum sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nefndi í fjölmiðlum fyrir uppsögnunum var að bankinn greiðir um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og íþyngi þeir bankanum mjög í rekstrinum. Yfirlýst stefna Arion banka er að ná arðsemi eigin fjár upp í 10% en árið 2018 var hún einungis 3,8%. Það er lakari ávöxtun en hefur fengist í hefðbundnum lausafjársjóðum síðustu ár en lausafjársjóðir hafa verið með ávöxtun á milli 4-5% og teljast með áhættuminnstu fjárfestingakostunum sem eru í boði. Hefðu þessar sparnaðaraðgerðir, sem kynntar voru nú fyrir skemmstu, tekið gildi í byrjun ársins 2018 hefðu þær aukið arðsemi bankans um 70 punkta og hún þá farið upp í 4,5% að öllu öðru óbreyttu.Skattpíndir bankar Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 3,4 milljarða króna í bankaskatt (0,376% af heildarskuldum) og á þá eftir að taka tillit til sérstöku fjársýsluskattanna sem reiknast á hagnað umfram einn milljarð (6%) og laun starfsmanna fjármálafyrirtækja (5,5%) sem bætast við önnur launatengd gjöld. Þetta eru allt sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem draga úr arðseminni. Bankaskatturinn er ekki innheimtur í Noregi eða Danmörku en í Svíþjóð er hann 0,036%, eða um einn tíundi af skattinum hér á landi. Ef við skoðum arðsemi Arion árið 2018 aftur og tökum nú tillit til þess hver hún hefði verið ef ekki væri fyrir bankaskattinn þá sjáum við að arðsemin hefði verið 5,5%, eða um 1,7 prósentustigum hærri en raunin varð. Ef við tökum arðsemina og skoðum hver hún væri ef kæmi til afnáms allra þessara sérstöku skatta þá næmi arðsemin 6,3%, eða væri 2,5 prósentustigum hærri. Sömu sögu má segja um Íslandsbanka og Landsbanka sem greiddu um 3,3 og 3,9 milljarða í bankaskatt árið 2018. Af þessu er nokkuð augljóst að séríslenskar kvaðir og álögur sem einungis fjármálafyrirtæki greiða hafa margfalt meiri neikvæð áhrif á arðsemi banka en um 100 starfsmenn eins banka. Augljóst er hvað þarf að gera. Hið opinbera þarf að létta á álögum og kvöðum íslenskra fjármálafyrirtækja sem allra fyrst, öllum til heilla. Að lokum má því spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hversu margir hefðu getað haldið starfi sínu í Arion ef hið opinbera væri búið að afnema bankaskattinn og hina sérstöku fjársýsluskatta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar forsvarsmenn Arion banka gripu til þungrar hagræðingaraðgerðar í lok september þar sem um 100 manns var sagt upp. Á ársgrunni er hagræðingin talin lækka rekstrarkostnað bankans um 1,3 milljarða króna. Ein af ástæðunum sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nefndi í fjölmiðlum fyrir uppsögnunum var að bankinn greiðir um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og íþyngi þeir bankanum mjög í rekstrinum. Yfirlýst stefna Arion banka er að ná arðsemi eigin fjár upp í 10% en árið 2018 var hún einungis 3,8%. Það er lakari ávöxtun en hefur fengist í hefðbundnum lausafjársjóðum síðustu ár en lausafjársjóðir hafa verið með ávöxtun á milli 4-5% og teljast með áhættuminnstu fjárfestingakostunum sem eru í boði. Hefðu þessar sparnaðaraðgerðir, sem kynntar voru nú fyrir skemmstu, tekið gildi í byrjun ársins 2018 hefðu þær aukið arðsemi bankans um 70 punkta og hún þá farið upp í 4,5% að öllu öðru óbreyttu.Skattpíndir bankar Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 3,4 milljarða króna í bankaskatt (0,376% af heildarskuldum) og á þá eftir að taka tillit til sérstöku fjársýsluskattanna sem reiknast á hagnað umfram einn milljarð (6%) og laun starfsmanna fjármálafyrirtækja (5,5%) sem bætast við önnur launatengd gjöld. Þetta eru allt sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem draga úr arðseminni. Bankaskatturinn er ekki innheimtur í Noregi eða Danmörku en í Svíþjóð er hann 0,036%, eða um einn tíundi af skattinum hér á landi. Ef við skoðum arðsemi Arion árið 2018 aftur og tökum nú tillit til þess hver hún hefði verið ef ekki væri fyrir bankaskattinn þá sjáum við að arðsemin hefði verið 5,5%, eða um 1,7 prósentustigum hærri en raunin varð. Ef við tökum arðsemina og skoðum hver hún væri ef kæmi til afnáms allra þessara sérstöku skatta þá næmi arðsemin 6,3%, eða væri 2,5 prósentustigum hærri. Sömu sögu má segja um Íslandsbanka og Landsbanka sem greiddu um 3,3 og 3,9 milljarða í bankaskatt árið 2018. Af þessu er nokkuð augljóst að séríslenskar kvaðir og álögur sem einungis fjármálafyrirtæki greiða hafa margfalt meiri neikvæð áhrif á arðsemi banka en um 100 starfsmenn eins banka. Augljóst er hvað þarf að gera. Hið opinbera þarf að létta á álögum og kvöðum íslenskra fjármálafyrirtækja sem allra fyrst, öllum til heilla. Að lokum má því spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hversu margir hefðu getað haldið starfi sínu í Arion ef hið opinbera væri búið að afnema bankaskattinn og hina sérstöku fjársýsluskatta?
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun