Uppsagnir í bönkum og sérstök skattlagning Sigurgeir Jónasson skrifar 2. október 2019 07:15 Mikla athygli vakti þegar forsvarsmenn Arion banka gripu til þungrar hagræðingaraðgerðar í lok september þar sem um 100 manns var sagt upp. Á ársgrunni er hagræðingin talin lækka rekstrarkostnað bankans um 1,3 milljarða króna. Ein af ástæðunum sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nefndi í fjölmiðlum fyrir uppsögnunum var að bankinn greiðir um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og íþyngi þeir bankanum mjög í rekstrinum. Yfirlýst stefna Arion banka er að ná arðsemi eigin fjár upp í 10% en árið 2018 var hún einungis 3,8%. Það er lakari ávöxtun en hefur fengist í hefðbundnum lausafjársjóðum síðustu ár en lausafjársjóðir hafa verið með ávöxtun á milli 4-5% og teljast með áhættuminnstu fjárfestingakostunum sem eru í boði. Hefðu þessar sparnaðaraðgerðir, sem kynntar voru nú fyrir skemmstu, tekið gildi í byrjun ársins 2018 hefðu þær aukið arðsemi bankans um 70 punkta og hún þá farið upp í 4,5% að öllu öðru óbreyttu.Skattpíndir bankar Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 3,4 milljarða króna í bankaskatt (0,376% af heildarskuldum) og á þá eftir að taka tillit til sérstöku fjársýsluskattanna sem reiknast á hagnað umfram einn milljarð (6%) og laun starfsmanna fjármálafyrirtækja (5,5%) sem bætast við önnur launatengd gjöld. Þetta eru allt sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem draga úr arðseminni. Bankaskatturinn er ekki innheimtur í Noregi eða Danmörku en í Svíþjóð er hann 0,036%, eða um einn tíundi af skattinum hér á landi. Ef við skoðum arðsemi Arion árið 2018 aftur og tökum nú tillit til þess hver hún hefði verið ef ekki væri fyrir bankaskattinn þá sjáum við að arðsemin hefði verið 5,5%, eða um 1,7 prósentustigum hærri en raunin varð. Ef við tökum arðsemina og skoðum hver hún væri ef kæmi til afnáms allra þessara sérstöku skatta þá næmi arðsemin 6,3%, eða væri 2,5 prósentustigum hærri. Sömu sögu má segja um Íslandsbanka og Landsbanka sem greiddu um 3,3 og 3,9 milljarða í bankaskatt árið 2018. Af þessu er nokkuð augljóst að séríslenskar kvaðir og álögur sem einungis fjármálafyrirtæki greiða hafa margfalt meiri neikvæð áhrif á arðsemi banka en um 100 starfsmenn eins banka. Augljóst er hvað þarf að gera. Hið opinbera þarf að létta á álögum og kvöðum íslenskra fjármálafyrirtækja sem allra fyrst, öllum til heilla. Að lokum má því spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hversu margir hefðu getað haldið starfi sínu í Arion ef hið opinbera væri búið að afnema bankaskattinn og hina sérstöku fjársýsluskatta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar forsvarsmenn Arion banka gripu til þungrar hagræðingaraðgerðar í lok september þar sem um 100 manns var sagt upp. Á ársgrunni er hagræðingin talin lækka rekstrarkostnað bankans um 1,3 milljarða króna. Ein af ástæðunum sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nefndi í fjölmiðlum fyrir uppsögnunum var að bankinn greiðir um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og íþyngi þeir bankanum mjög í rekstrinum. Yfirlýst stefna Arion banka er að ná arðsemi eigin fjár upp í 10% en árið 2018 var hún einungis 3,8%. Það er lakari ávöxtun en hefur fengist í hefðbundnum lausafjársjóðum síðustu ár en lausafjársjóðir hafa verið með ávöxtun á milli 4-5% og teljast með áhættuminnstu fjárfestingakostunum sem eru í boði. Hefðu þessar sparnaðaraðgerðir, sem kynntar voru nú fyrir skemmstu, tekið gildi í byrjun ársins 2018 hefðu þær aukið arðsemi bankans um 70 punkta og hún þá farið upp í 4,5% að öllu öðru óbreyttu.Skattpíndir bankar Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 3,4 milljarða króna í bankaskatt (0,376% af heildarskuldum) og á þá eftir að taka tillit til sérstöku fjársýsluskattanna sem reiknast á hagnað umfram einn milljarð (6%) og laun starfsmanna fjármálafyrirtækja (5,5%) sem bætast við önnur launatengd gjöld. Þetta eru allt sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem draga úr arðseminni. Bankaskatturinn er ekki innheimtur í Noregi eða Danmörku en í Svíþjóð er hann 0,036%, eða um einn tíundi af skattinum hér á landi. Ef við skoðum arðsemi Arion árið 2018 aftur og tökum nú tillit til þess hver hún hefði verið ef ekki væri fyrir bankaskattinn þá sjáum við að arðsemin hefði verið 5,5%, eða um 1,7 prósentustigum hærri en raunin varð. Ef við tökum arðsemina og skoðum hver hún væri ef kæmi til afnáms allra þessara sérstöku skatta þá næmi arðsemin 6,3%, eða væri 2,5 prósentustigum hærri. Sömu sögu má segja um Íslandsbanka og Landsbanka sem greiddu um 3,3 og 3,9 milljarða í bankaskatt árið 2018. Af þessu er nokkuð augljóst að séríslenskar kvaðir og álögur sem einungis fjármálafyrirtæki greiða hafa margfalt meiri neikvæð áhrif á arðsemi banka en um 100 starfsmenn eins banka. Augljóst er hvað þarf að gera. Hið opinbera þarf að létta á álögum og kvöðum íslenskra fjármálafyrirtækja sem allra fyrst, öllum til heilla. Að lokum má því spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hversu margir hefðu getað haldið starfi sínu í Arion ef hið opinbera væri búið að afnema bankaskattinn og hina sérstöku fjársýsluskatta?
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun