Viðskipti innlent

Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir 

Hörður Ægisson skrifar
Gísli Hauksson forstjóri Gamma GAM Management hf.
Gísli Hauksson forstjóri Gamma GAM Management hf.
Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. Mikill hagnaður Ægis Invest, sem hélt utan um liðlega 30 prósenta hlut Gísla í GAMMA sem var selt til Kviku í lok síðasta árs, skýrist af verðbreytingu á eignarhlutum í innlendum félögum í eigu fjárfestingafélags Gísla.

Listmunir í eigu Ægis Invest voru metnir á 123 milljónir við árslok borið saman við 98 milljónir árið áður. Heildareignir félagsins, sem eru fyrst og fremst eignarhlutir í félögum, voru rúmlega 1.500 milljónir og eigið fé nam 1.240 milljónum. Skuldir við lánastofnanir voru 189 milljónir.

Í nóvember í fyrra var tilkynnt um að samkomulag hefði náðst um kaup Kviku á öllu hlutafé GAMMA fyrir allt að 2,9 milljarða. Fyrir félagið greiddi Kvika 839 milljónir í reiðufé en afgangurinn var í formi hlutdeildarskírteina í sjóðum GAMMA og árangurstengdra þóknana þegar langtímakröfur á sjóði GAMMA innheimtast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×