Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira