Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira