Óttast markaðsvæðingu samgöngukerfisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 15:17 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Fréttablaðið/Stefán Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Með þessi fyrirhuguðu veggjöld þá náttúrlega höfum við áhyggjur af því að þetta geti opnað á einkavæðingu,“ segir Sanna í samtali við Vísi en hún lýsti þessum sjónarmiðum einnig á fundi borgarstjórnar í gær þar sem fram fór fyrri umræða um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Hún fagnar því að gera eigi úrbætur, einkum á almenningssamgöngukerfinu, en setur þó spurningamerki við þær hugmyndir að fjármagna stóran hluta kostnaðar með veggjöldum í einhvers konar útfærslu. „Maður spyr sig náttúrlega hver myndi þá sjá um þetta og það yrði þá væntanlega einhver sem myndi þurfa að fylgjast með þessu kerfi og maður hefur áhyggjur af því að þetta sé skref í átt að markaðsvæðingu.“ Það sé að hennar mati áhyggjuefni ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu samgöngukerfisins úr sameiginlegum sjóðum. „Þar að auki eru þetta gjöld sem að myndu alltaf leggjast þyngst á láglaunafólk af því að þetta er náttúrlega alltaf hlutfallslega meira af tekjum þeirra heldur en tekjum annarra.“ Hún vilji frekar skoða aðra kosti, til dæmis að leggja á svokallað kílómetragjald. „Þá væri bara hægt að skoða bara í rauninni hvað viðkomandi hefur ekið marga kílómetra og hann myndi þá bara greiða af því. Það væri þá bara einhver gjaldskrá til dæmis þar sem að væri kannski ákveðið gjald fyrir bensínbíla, ákveðið gjald fyrir vistvæna bíla, og inn í það væri þá hægt að setja kannski að þeir sem að væru tekjulægstir greiði þá aldrei meira en eitthvað visst,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07 „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Með þessi fyrirhuguðu veggjöld þá náttúrlega höfum við áhyggjur af því að þetta geti opnað á einkavæðingu,“ segir Sanna í samtali við Vísi en hún lýsti þessum sjónarmiðum einnig á fundi borgarstjórnar í gær þar sem fram fór fyrri umræða um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Hún fagnar því að gera eigi úrbætur, einkum á almenningssamgöngukerfinu, en setur þó spurningamerki við þær hugmyndir að fjármagna stóran hluta kostnaðar með veggjöldum í einhvers konar útfærslu. „Maður spyr sig náttúrlega hver myndi þá sjá um þetta og það yrði þá væntanlega einhver sem myndi þurfa að fylgjast með þessu kerfi og maður hefur áhyggjur af því að þetta sé skref í átt að markaðsvæðingu.“ Það sé að hennar mati áhyggjuefni ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu samgöngukerfisins úr sameiginlegum sjóðum. „Þar að auki eru þetta gjöld sem að myndu alltaf leggjast þyngst á láglaunafólk af því að þetta er náttúrlega alltaf hlutfallslega meira af tekjum þeirra heldur en tekjum annarra.“ Hún vilji frekar skoða aðra kosti, til dæmis að leggja á svokallað kílómetragjald. „Þá væri bara hægt að skoða bara í rauninni hvað viðkomandi hefur ekið marga kílómetra og hann myndi þá bara greiða af því. Það væri þá bara einhver gjaldskrá til dæmis þar sem að væri kannski ákveðið gjald fyrir bensínbíla, ákveðið gjald fyrir vistvæna bíla, og inn í það væri þá hægt að setja kannski að þeir sem að væru tekjulægstir greiði þá aldrei meira en eitthvað visst,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07 „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30
Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15
Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07
„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10