Erlent

Sanders tekur hlé frá kosninga­bar­áttunni vegna slag­æða­stíflu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bernie Sanders sækist eftir útnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári.
Bernie Sanders sækist eftir útnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. vísir/getty
Ödungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, einn þeirra sem sækist eftir útnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðastíflu.

Ekki liggur fyrir hvenær baráttan hefst á ný en Sanders, sem er 78 ára, fór í aðgerð í gærkvöldi eftir að hafa fundið fyrir brjóstverk á kosningafundi í Nevada.

Jeff Weaver, einn helsti ráðgjafi Sanders, segir að honum líði ágætlega. Hann muni þó hvílast næstu daga.

Næsti áætlaði kosningafundur Sanders er þann 15. október. Ekki er ljóst hvort af þeim fundi verði.

Kannanir benda til þess að Sanders sé sá þriðji í baráttunni um útnefningu Demókrata, á eftir þeim Elizabeth Warren og Joe Biden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×