Mikill viðbúnaður þegar leki kom að bát á Bakkaflóa Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. október 2019 16:51 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en var síðan snúið við. Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira