Einhverfur drengur sem gleymdist í rútu fær ekki aðra dagvistun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2019 22:06 Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur nemandi íí 1. bekk í Klettaskóla. Hann gleymdist í rútu í ágúst á leið í frístundaheimilið Guluhlíð og var læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma vegna þess. Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira