Ábyrg uppbygging Kristján Þór Júlíusson skrifar 3. október 2019 07:00 Á næstu árum er fyrirhuguð nokkuð umfangsmikil uppbygging fiskeldis hér á landi. Þannig er áætlað að framleiðslumagn ársins í ár af laxi tæplega tvöfaldist frá fyrra ári. Útflutningsverðmæti fiskeldis verði þannig á pari við það sem loðnan hefur skilað þjóðarbúinu undanfarin ár eða um 20 milljarðar. Áætlanir fyrirtækjanna gera ráð fyrir frekari aukningu á næstu árum og gæti útflutningsverðmæti greinarinnar orðið um 40 til 50 milljarðar árið 2021. Ábyrgð stjórnvalda við þessa uppbyggingu er fyrst og síðast að sníða greininni þannig lagaumhverfi að fiskeldið byggist upp með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Samþykkt Alþingis á frumvarpi um fiskeldi í júní sl. er stórt skref í þá veru, m.a. með því að lögfesta áhættumat erfðablöndunar, auka ráðstafanir vegna laxalúsar og auka gegnsæi um starfsemi fiskeldisfyrirtækja, m.a. með tíðari upplýsingagjöf. Í umræðu um þetta frumvarp í vor var ítrekað kallað eftir því að það þyrfti að styrkja rannsóknir með fiskeldi auk þess að styrkja stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Ein af helstu áherslum mínum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er 175 milljóna króna framlag til þess að gera einmitt þetta – auka rannsóknir og efla stjórnsýslu og eftirlit. Af þessari fjárhæð munu um 90 milljónir verða settar í að efla Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem hefur það meginmarkmið að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis. Það sem gerir okkur kleift að ráðast í þetta átak er löggjöf sem Alþingi samþykkti í sumar og tekur gildi 1. janúar næstkomandi um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó. Með þessu eru stjórnvöld jafnframt að standa við fyrirheit um að tekjum af þeirri gjaldtöku verði varið til að treysta enn frekar ábyrga uppbyggingu greinarinnar. Stjórnvöld hafa nú sett íslensku fiskeldi traustara lagaumhverfi en áður var. Með framangreindum áherslum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er verið að fylgja þeirri stefnumörkun eftir. Uppbygging fiskeldis verði þannig ábyrg og sjálfbær, verði á grundvelli vísinda og rannsókna og hafi ekki skaðleg áhrif á villta laxastofna. Þannig verður á sama tíma reynt að stuðla að meiri sátt um uppbyggingu greinarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á næstu árum er fyrirhuguð nokkuð umfangsmikil uppbygging fiskeldis hér á landi. Þannig er áætlað að framleiðslumagn ársins í ár af laxi tæplega tvöfaldist frá fyrra ári. Útflutningsverðmæti fiskeldis verði þannig á pari við það sem loðnan hefur skilað þjóðarbúinu undanfarin ár eða um 20 milljarðar. Áætlanir fyrirtækjanna gera ráð fyrir frekari aukningu á næstu árum og gæti útflutningsverðmæti greinarinnar orðið um 40 til 50 milljarðar árið 2021. Ábyrgð stjórnvalda við þessa uppbyggingu er fyrst og síðast að sníða greininni þannig lagaumhverfi að fiskeldið byggist upp með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Samþykkt Alþingis á frumvarpi um fiskeldi í júní sl. er stórt skref í þá veru, m.a. með því að lögfesta áhættumat erfðablöndunar, auka ráðstafanir vegna laxalúsar og auka gegnsæi um starfsemi fiskeldisfyrirtækja, m.a. með tíðari upplýsingagjöf. Í umræðu um þetta frumvarp í vor var ítrekað kallað eftir því að það þyrfti að styrkja rannsóknir með fiskeldi auk þess að styrkja stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Ein af helstu áherslum mínum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er 175 milljóna króna framlag til þess að gera einmitt þetta – auka rannsóknir og efla stjórnsýslu og eftirlit. Af þessari fjárhæð munu um 90 milljónir verða settar í að efla Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem hefur það meginmarkmið að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis. Það sem gerir okkur kleift að ráðast í þetta átak er löggjöf sem Alþingi samþykkti í sumar og tekur gildi 1. janúar næstkomandi um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó. Með þessu eru stjórnvöld jafnframt að standa við fyrirheit um að tekjum af þeirri gjaldtöku verði varið til að treysta enn frekar ábyrga uppbyggingu greinarinnar. Stjórnvöld hafa nú sett íslensku fiskeldi traustara lagaumhverfi en áður var. Með framangreindum áherslum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er verið að fylgja þeirri stefnumörkun eftir. Uppbygging fiskeldis verði þannig ábyrg og sjálfbær, verði á grundvelli vísinda og rannsókna og hafi ekki skaðleg áhrif á villta laxastofna. Þannig verður á sama tíma reynt að stuðla að meiri sátt um uppbyggingu greinarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun