Handbolti

Rúnar næst­stoð­sendinga­hæstur í Dan­mörku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar er marka- og stoðsendingahæsti Íslendingurinn í dönsku úrvalsdeildinni.
Rúnar er marka- og stoðsendingahæsti Íslendingurinn í dönsku úrvalsdeildinni. vísir/bára
Rúnar Kárason átti frábæran leik þegar Ribe-Esbjerg vann tveggja marka sigur á Skjern, 27-29, í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Rúnar skoraði sjö mörk og gaf átta stoðsendingar í leiknum. Hann kom því með beinum hætti að 15 af 29 mörkum Ribe-Esbjerg.

Rúnar er næststoðsendingahæsti leikmaður dönsku deildarinnar með 24 stoðsendingar í sex leikjum. Aðeins Mattias Thynell, leikmaður KIF Kolding, hefur gefið fleiri stoðsendingar (27). Allt síðasta tímabil gaf Rúnar 44 stoðsendingar í dönsku deildinni.

Rúnar er markahæstur Íslendinganna í dönsku deildinni það sem af er tímabili. Hann hefur skorað 25 mörk og er fjórtándi markahæsti leikmaður deildarinnar. Nikolaj Lesø, leikmaður Århus, er markahæstur með 53 mörk.

Janus Daði Smárason, leikmaður Aalborg, er næstmarkahæsti Íslendingur í deildinni með 17 mörk. Sveitungi hans, Elvar Örn Jónsson, leikmaður Skjern, er þriðji með 16 mörk.

Janus Daði hefur einnig gefið tíu stoðsendingar og er í 10. sæti yfir þá leikmenn sem hafa lagt upp flest mörk í dönsku deildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Rúnar með stórleik í Íslendingaslag

Rúnar Kárason átti stórleik fyrir Ribe-Esbjerg í sigri á Skjern í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×