„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Ótal spurningum er ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. gamma Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Rætt var við Hörð um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og snerist umræðan að mestu leyti um Gamma: Novus sem er fasteignasjóður með um 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á sínu snærum. Sagði Hörður að svo virtist sem allt utanumhald um þann sjóð og verkefni hans hafi verið í skötulíki. „Það kemur í ljós á mánudaginn að eigið fé sjóðsins virðist hafa gufað upp; farið frá því að vera tæpir fjórir milljarðar að því er menn héldu um mitt árið í fjörutíu milljónir. Endurskoðaður ársreikningur um áramótin hafði sýnt 4,8 milljarða eiginfjárstöðu. Þannig að menn eru núna að reyna að átta sig á því hvernig getur þetta gerst,“ sagði Hörður en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi benti Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma og nýr sjóðsstjóri Novus, á þrjú atriði í þessu samhengi. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma: Novus hefur verið endurmetið, kostnaðarhækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðr,“ sagði Máni.Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Háir vextir í skuldabréfaútboði endurspegluðu mikla áhættu Hörður rifjaði það upp í morgun að í vor hafði Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu Gamma: Novus, sótt sér 2,7 milljarða í lánsfé á skuldabréfamarkaði. Sagði Hörður að það hefði reynst félaginu dálítið erfitt að sækja sér féð en það endurspeglaðist meðal annars í því að vaxtakjörin í útboðinu, sem áttu upphaflega að vera 11 prósent, enduðu í því að vera 15 prósent. „Í tveggja ára skuldabréfaútboði er það á alla mælikvarða mjög hátt og endurspeglar að þarna er mikil áhætta,“ sagði Hörður og bætti við að þegar farið væri í slíkt útboð þyrfti að kynna fyrir fjárfestum viðamiklar fjárhagsupplýsingar sem væru lagðar á borðið. Var hann þá spurður af þáttastjórnanda hvort að það þyrfti ekki allt að vera rétt. „Jú, maður myndi halda það og stimplað í bak og fyrir. Og ekkert af því stenst virðist vera,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýir stjórnendur hjá sjóðnum myndu væntanlega velta við öllum steinum til að komst til botns í því hvað gerðist og meðal annars skoða hvort einhverjar óeðlilegar greiðslur hefðu runnið úr félaginu á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort einhver hefði gert mistök í málinu svaraði Hörður: „Tvímælalaust. Það virðist augljóst að allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rangt var farið með í upphafi að þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu myndu tapa öllu sínu fé. Það er ekki rétt og hefur verið lagfært. Hið rétta er að sjóðsfélagar í Novus hafa tapað öllu sínu. GAMMA Lífeyrissjóðir Markaðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Rætt var við Hörð um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og snerist umræðan að mestu leyti um Gamma: Novus sem er fasteignasjóður með um 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á sínu snærum. Sagði Hörður að svo virtist sem allt utanumhald um þann sjóð og verkefni hans hafi verið í skötulíki. „Það kemur í ljós á mánudaginn að eigið fé sjóðsins virðist hafa gufað upp; farið frá því að vera tæpir fjórir milljarðar að því er menn héldu um mitt árið í fjörutíu milljónir. Endurskoðaður ársreikningur um áramótin hafði sýnt 4,8 milljarða eiginfjárstöðu. Þannig að menn eru núna að reyna að átta sig á því hvernig getur þetta gerst,“ sagði Hörður en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi benti Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma og nýr sjóðsstjóri Novus, á þrjú atriði í þessu samhengi. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma: Novus hefur verið endurmetið, kostnaðarhækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðr,“ sagði Máni.Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Háir vextir í skuldabréfaútboði endurspegluðu mikla áhættu Hörður rifjaði það upp í morgun að í vor hafði Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu Gamma: Novus, sótt sér 2,7 milljarða í lánsfé á skuldabréfamarkaði. Sagði Hörður að það hefði reynst félaginu dálítið erfitt að sækja sér féð en það endurspeglaðist meðal annars í því að vaxtakjörin í útboðinu, sem áttu upphaflega að vera 11 prósent, enduðu í því að vera 15 prósent. „Í tveggja ára skuldabréfaútboði er það á alla mælikvarða mjög hátt og endurspeglar að þarna er mikil áhætta,“ sagði Hörður og bætti við að þegar farið væri í slíkt útboð þyrfti að kynna fyrir fjárfestum viðamiklar fjárhagsupplýsingar sem væru lagðar á borðið. Var hann þá spurður af þáttastjórnanda hvort að það þyrfti ekki allt að vera rétt. „Jú, maður myndi halda það og stimplað í bak og fyrir. Og ekkert af því stenst virðist vera,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýir stjórnendur hjá sjóðnum myndu væntanlega velta við öllum steinum til að komst til botns í því hvað gerðist og meðal annars skoða hvort einhverjar óeðlilegar greiðslur hefðu runnið úr félaginu á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort einhver hefði gert mistök í málinu svaraði Hörður: „Tvímælalaust. Það virðist augljóst að allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rangt var farið með í upphafi að þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu myndu tapa öllu sínu fé. Það er ekki rétt og hefur verið lagfært. Hið rétta er að sjóðsfélagar í Novus hafa tapað öllu sínu.
GAMMA Lífeyrissjóðir Markaðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00
Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00