Grunur um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli í Grábrókarhrauni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 13:37 Frá Borgarnesi en vatnsbólið þjónar bænum sem og Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. vísir/egill Grunur er um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Hvort um raunverulega mengun er að ræða getur skýrst fyrir hádegi á morgun, föstudag.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir jafnframt að þótt aðeins sé grunur um mengun í vatninu mælist fyrirtækið til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni þar til önnur tilmæli berast. Neysluvatn þarf að sjóða í að minnsta kosti eina mínútu. „Sýnið, sem grunurinn beinist að, var tekið við reglubundna sýnatöku að morgni miðvikudagsins 2. október. Dæmi eru um rangar vísbendingar af slíkum sýnum. Niðurstaðna rannsókna Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á sýninu er að vænta fyrir hádegi á morgun, 4. október. Þær niðurstöður geta annars vegar eytt öllum grunsemdum um mengun í vatninu eða styrkt gruninn. Í því tilviki munu niðurstöður endurtekinnar sýnatöku liggja fyrir á sunnudag. E-coli gerlamengun er alvarleg og getur valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og gamalmenni. Því er áríðandi að farið sé að tilmælum um suðu á neysluvatni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni í Borgarnesi er ekki vitað af neinum staðfestum tilfellum af magakveisu. Starfsfólk Veitna vinnur nú að því að gera öllum viðskiptavinum viðvart, sérstaklega viðkvæmum notendum. Ítrekað skal að um óstaðfestan grun er að ræða en í ljósi þess hve afleiðingar slíkrar mengunar geta verið alvarlegar þykir Veitum rétt að ráðleggja fólki að sjóða neysluvatn þar til frekari niðurstöður liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Veitna.Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarbyggð Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Grunur er um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Hvort um raunverulega mengun er að ræða getur skýrst fyrir hádegi á morgun, föstudag.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir jafnframt að þótt aðeins sé grunur um mengun í vatninu mælist fyrirtækið til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni þar til önnur tilmæli berast. Neysluvatn þarf að sjóða í að minnsta kosti eina mínútu. „Sýnið, sem grunurinn beinist að, var tekið við reglubundna sýnatöku að morgni miðvikudagsins 2. október. Dæmi eru um rangar vísbendingar af slíkum sýnum. Niðurstaðna rannsókna Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á sýninu er að vænta fyrir hádegi á morgun, 4. október. Þær niðurstöður geta annars vegar eytt öllum grunsemdum um mengun í vatninu eða styrkt gruninn. Í því tilviki munu niðurstöður endurtekinnar sýnatöku liggja fyrir á sunnudag. E-coli gerlamengun er alvarleg og getur valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og gamalmenni. Því er áríðandi að farið sé að tilmælum um suðu á neysluvatni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni í Borgarnesi er ekki vitað af neinum staðfestum tilfellum af magakveisu. Starfsfólk Veitna vinnur nú að því að gera öllum viðskiptavinum viðvart, sérstaklega viðkvæmum notendum. Ítrekað skal að um óstaðfestan grun er að ræða en í ljósi þess hve afleiðingar slíkrar mengunar geta verið alvarlegar þykir Veitum rétt að ráðleggja fólki að sjóða neysluvatn þar til frekari niðurstöður liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Veitna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarbyggð Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira