Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 19:21 Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15