Hegningarauka krafist við dóminn í Landsréttarmálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Vilhjálmur H VIlhjálmsson lögmaður. Fréttablaðið/GVA Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti. Í báðum málunum er ákært fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða. Málin tvö varða meint brot sem framin voru áður en dómur var kveðinn upp í málinu sem fór að lokum til MDE. Hegningarlögin mæla fyrir um að í slíkum tilvikum skuli höfða ný mál og dæma hegningarauka við hinn fallna dóm, það er að auka við refsinguna sem búið er að dæma manninn til, í stað þess að kveða upp nýjan dóm með nýrri refsiákvörðun. „Þetta er enn ein óvissan sem málskotið til yfirdeildarinnar skapar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Guðmundar, og bætir við: „Það er auðvitað mjög óvenjulegt að dæma hegningarauka við dóm sem fyrir liggur að var ólöglegur samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það er ástæða þess að við förum með þessi mál í gegnum öll dómstigin.“ Aðalmeðferð verður öðru málinu í Landsrétti 14. október og í hinu málinu í Héraðsdómi Suðurlands 21. október. Vilhjálmur segist ekki geta ímyndað sér hvernig dómstólarnir fari með málin. Nógu snúið sé fyrir réttarkerfið að bregðast við dómi MDE í Landsréttarmálinu en við það bætist nú langt tímabil óvissu meðan beðið er niðurstöðu yfirdeildar. Búist er við að biðin eftir niðurstöðu yfirdeildar geti orðið tvö ár. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira
Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti. Í báðum málunum er ákært fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða. Málin tvö varða meint brot sem framin voru áður en dómur var kveðinn upp í málinu sem fór að lokum til MDE. Hegningarlögin mæla fyrir um að í slíkum tilvikum skuli höfða ný mál og dæma hegningarauka við hinn fallna dóm, það er að auka við refsinguna sem búið er að dæma manninn til, í stað þess að kveða upp nýjan dóm með nýrri refsiákvörðun. „Þetta er enn ein óvissan sem málskotið til yfirdeildarinnar skapar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Guðmundar, og bætir við: „Það er auðvitað mjög óvenjulegt að dæma hegningarauka við dóm sem fyrir liggur að var ólöglegur samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins. Það er ástæða þess að við förum með þessi mál í gegnum öll dómstigin.“ Aðalmeðferð verður öðru málinu í Landsrétti 14. október og í hinu málinu í Héraðsdómi Suðurlands 21. október. Vilhjálmur segist ekki geta ímyndað sér hvernig dómstólarnir fari með málin. Nógu snúið sé fyrir réttarkerfið að bregðast við dómi MDE í Landsréttarmálinu en við það bætist nú langt tímabil óvissu meðan beðið er niðurstöðu yfirdeildar. Búist er við að biðin eftir niðurstöðu yfirdeildar geti orðið tvö ár.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira