Eigum frábært samstarf við færustu sérfræðinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 „Þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum,“ segir Dögg Matthíasdóttir. Fréttablaðið/Ernir Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira