Hörður hefur leikið vel með CSKA Moskvu það sem af er tímabili. Liðið er á toppi deildarinnar og hefur aðeins fengið á sig átta mörk. Aðeins meistarar Zenit hafa fengið á sig færri mörk (5).
Hörður fékk 7,9 í meðaleinkunn hjá WhoScored.com fyrir frammistöðu sína í september. Hann er eini leikmaður CSKA Moskvu í úrvalsliðinu.
Russian Premier League Team of the Month -- Defending champions @zenit_spb have players in the best XIhttps://t.co/iioXq9Kc4Dpic.twitter.com/5m4itw694c
— WhoScored.com (@WhoScored) October 4, 2019
Hörður hefur leikið tíu af ellefu deildarleikjum CSKA Moskvu á tímabilinu og skorað tvö mörk.
Hann meiddist í leik CSKA Moskvu og Espanyol í Evrópudeildinni í gær. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru en Hörður var hann valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.