Fótbolti

Hamrén: Rétt að velja Birki og Emil í hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir er í landsliðshópnum að vanda.
Birkir er í landsliðshópnum að vanda. vísir/getty
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi Birki Bjarnason og Emil Hallfreðsson í hópinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020 þótt þeir séu báðir án félags.

Hamrén segist hafa velt því lengi fyrir sér hvort hann ætti að velja Birki og Emil í hópinn.

„Ég hef hugsað mikið um þetta og er viss um að það hafi sé rétt að velja þá í hópinn. Þeir búa yfir hæfileikum og reynslu sem nýtast liðinu,“ sagði Hamrén.

„Ég tek ákvarðanir sem gagnast liðinu núna. Verð að velja leikmennina sem geta hjálpað okkur að ná sem bestum úrslitum.“

Birkir var í byrjunarliði Íslands bæði gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði. Emil var í byrjunarliðinu gegn Albönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×