Dulles-flugvöllur segist ekkert hafa heyrt í Ballarin síðan í ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2019 14:30 Fulltrúar Dulles-flugvallar funduðu með aðstandendum hins nýja WOW air í ágúst. Síðan hafa þeir ekkert heyrt neitt í flugfélaginu. Getty/narvikk Hópurinn sem vinnur að endurreisn WOW air hefur ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Aðstandendur flugfélagsins hafa lýst því yfir að jómfrúarflugið, sem er fyrirhugað síðar í þessum mánuði, verði milli Keflavíkur og umrædds Dulles-flugvallar. Þetta segir Christina Saull, talsmaður flugvallarins, í samskiptum við Vísi. Engar flugferðir á vegum WOW séu fyrirhugaðar um völlinn - „eða aðrar, nýjar áætlanaferðir sem vert er að greina frá,“ eins og Saull kemst að orði. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, og aðrir sem koma að endurreisn WOW air hafa verið nokkuð afdráttarlaus í svörum sínum, allt frá blaðamannafundi hennar á Hótel Sögu í septemberbyrjun: Jómfrúarflugið WOW air verður milli Dulles-flugvallar og Keflavík í október. Upphaflega verði stuðst við bandarískt flugrekstrarleyfi en stefnt á að útvega íslenskt leyfi þegar fram líða stundir.Sjá einnig: Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Talsmaður Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Pálsson, sagði síðast í samtali við fréttastofu í dag að það væri „algjörlega“ ætlunin að fljúga í október. Stefnt væri að því að hægt yrði að bóka ferð með félaginu „sem allra fyrst.“Ágústfundur og ekkert meir Talsmaður Dulles-flugvallar segir að Ballarin og samstarfsmenn hennar hafi fundað með fulltrúum flugvallarins í ágúst síðastliðnum, með það fyrir augum að hefja áætlunarflug um völlinn. Það sé hefðbundið og varla fréttnæmt þegar slíkir fundir eiga sér stað milli flugvallarstjórnendanna og áhugasamra flugrekenda. Aftur á móti hafa stjórnendur Dulles-vallar ekki heyrt neitt frá Ballarin eða hennar fólki frá þessi fundur átti sér stað. „Við höfum ekki fundað með henni síðan þá eða átt í nokkrum öðrum samskiptum við hana,“ segir Saull. Fyrrnefndur Páll Ágúst viðurkennir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á. Því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið,“ segir Páll Ágúst. Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hópurinn sem vinnur að endurreisn WOW air hefur ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Aðstandendur flugfélagsins hafa lýst því yfir að jómfrúarflugið, sem er fyrirhugað síðar í þessum mánuði, verði milli Keflavíkur og umrædds Dulles-flugvallar. Þetta segir Christina Saull, talsmaður flugvallarins, í samskiptum við Vísi. Engar flugferðir á vegum WOW séu fyrirhugaðar um völlinn - „eða aðrar, nýjar áætlanaferðir sem vert er að greina frá,“ eins og Saull kemst að orði. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, og aðrir sem koma að endurreisn WOW air hafa verið nokkuð afdráttarlaus í svörum sínum, allt frá blaðamannafundi hennar á Hótel Sögu í septemberbyrjun: Jómfrúarflugið WOW air verður milli Dulles-flugvallar og Keflavík í október. Upphaflega verði stuðst við bandarískt flugrekstrarleyfi en stefnt á að útvega íslenskt leyfi þegar fram líða stundir.Sjá einnig: Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Talsmaður Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Pálsson, sagði síðast í samtali við fréttastofu í dag að það væri „algjörlega“ ætlunin að fljúga í október. Stefnt væri að því að hægt yrði að bóka ferð með félaginu „sem allra fyrst.“Ágústfundur og ekkert meir Talsmaður Dulles-flugvallar segir að Ballarin og samstarfsmenn hennar hafi fundað með fulltrúum flugvallarins í ágúst síðastliðnum, með það fyrir augum að hefja áætlunarflug um völlinn. Það sé hefðbundið og varla fréttnæmt þegar slíkir fundir eiga sér stað milli flugvallarstjórnendanna og áhugasamra flugrekenda. Aftur á móti hafa stjórnendur Dulles-vallar ekki heyrt neitt frá Ballarin eða hennar fólki frá þessi fundur átti sér stað. „Við höfum ekki fundað með henni síðan þá eða átt í nokkrum öðrum samskiptum við hana,“ segir Saull. Fyrrnefndur Páll Ágúst viðurkennir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á. Því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið,“ segir Páll Ágúst.
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12
Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15