Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson skrifa 5. október 2019 07:00 Arngrímur Jóhannsson. Vísir/Valgarður Gíslason Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður Roslyn Wagstaff, segir kröfu lögmanns Arngríms Jóhannssonar um að Roslyn greiði 7,5 milljónir króna til tryggingar greiðslu málskostnaðar sæta furðu. Roslyn er ekkja Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Eyjafirði í ágúst 2015. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur Roslyn stefnt Arngrími og tryggingafélagi hans Sjóvá sem neita að greiða henni bætur vegna eiginmannsins.Roslyn Wagstaff, ekkja Grants Wagstaff.Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms, krafðist þess fyrir hans hönd í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Roslyn reiði fram 7,5 milljónir króna til að tryggja að Arngrímur fái greiddan málskostnað vinni hann málið. Vísaði Friðrik meðal annars til þess að Roslyn væri búsett í Kanada og erfitt gæti reynst að innheimta málskostnað yrði hún dæmd til að borga hann. Lögmaður ekkjunnar lýsti furðu sinni á kröfugerð Arngríms. Mikið hagsmunamál væri að fá úr því skorið hvað átti sér stað á slysdeginum og hvort gáleysi hefði átt þar hlut að máli. Það væri ekki aðeins hagsmunamál ekkjunnar heldur einnig Arngríms sjálfs. „Að reyna að koma í veg fyrir að það sé hægt, með því að hindra aðgang stefnanda, ekkju Arthurs Grant, að fá leyst úr málinu fyrir dómstólum með því að fara fram á himinháa málskostnaðartryggingu, kom því á óvart,“ sagði Berglind Glóð Garðarsdóttir. Benti Berglind á að Roslyn hefði þegar fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu til að reka málið. Með veitingu gjafsóknar hefði íslenska ríkið staðfest að nægileg ástæða væri til málshöfðunar og einnig að kostnaður við málarekstur yrði henni ofviða og réttlætanlegt að kostnaðurinn væri greiddur af hinu opinbera. Fyrir dóminum í gær sagði lögmaður Arngríms málið mjög umfangsmikið með málskjöl og skýrslur upp á mörg hundruð blaðsíður sem þegar hefðu verið lagðar fram af hálfu lögmanns Roslyn. Að auki þyrfti mögulega að afla matsgerða. Ljóst væri að málskostnaður kynni að verða mjög hár. Krafan væri lögð fram til að tryggja að Arngrímur gæti gengið að fénu ynni hann málið og yrði dæmdur málskostnaður. Friðrik benti á að þegar lægi fyrir ítarleg lögregluskýrsla um flugslysið og einnig skýrsla frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Berglind sagði hins vegar eðlilegt að aðilar málsins væru ósammála um aðdraganda og atvik á slysdeginum. Allir hlytu því að vera sammála um að málið væri ekki byggt á sandi og margt benti til að skoða þurfi atvik nánar til að leiða sannleikann í ljós. Lögmaður ekkjunnar mótmælti kröfunni eindregið og sagði að ef fallist yrði á hana væri verið að útiloka aðgang efnalítils fólks að dómstólum. Vísaði Berglind til ákvæða stjórnarskrár um rétt til aðgangs að dómstólum og ákvæða um bann við mismunun á grundvelli bæði efnahags og þjóðernis. Þannig sagði Berglind að ef fallist yrði á kröfu um málskostnaðartryggingu lægi það fyrir að aðgengi Roslyn að dómstólum yrði mjög skert og hreinlega ekki fyrir hendi. Með vísan til stjórnarskrárákvæða fælist veruleg mismunun í því að setja slíkar hömlur á erlenda borgara með takmörkuð fjárráð. Dómari úrskurðar um kröfu Arngríms í næstu viku. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður Roslyn Wagstaff, segir kröfu lögmanns Arngríms Jóhannssonar um að Roslyn greiði 7,5 milljónir króna til tryggingar greiðslu málskostnaðar sæta furðu. Roslyn er ekkja Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Eyjafirði í ágúst 2015. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur Roslyn stefnt Arngrími og tryggingafélagi hans Sjóvá sem neita að greiða henni bætur vegna eiginmannsins.Roslyn Wagstaff, ekkja Grants Wagstaff.Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms, krafðist þess fyrir hans hönd í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Roslyn reiði fram 7,5 milljónir króna til að tryggja að Arngrímur fái greiddan málskostnað vinni hann málið. Vísaði Friðrik meðal annars til þess að Roslyn væri búsett í Kanada og erfitt gæti reynst að innheimta málskostnað yrði hún dæmd til að borga hann. Lögmaður ekkjunnar lýsti furðu sinni á kröfugerð Arngríms. Mikið hagsmunamál væri að fá úr því skorið hvað átti sér stað á slysdeginum og hvort gáleysi hefði átt þar hlut að máli. Það væri ekki aðeins hagsmunamál ekkjunnar heldur einnig Arngríms sjálfs. „Að reyna að koma í veg fyrir að það sé hægt, með því að hindra aðgang stefnanda, ekkju Arthurs Grant, að fá leyst úr málinu fyrir dómstólum með því að fara fram á himinháa málskostnaðartryggingu, kom því á óvart,“ sagði Berglind Glóð Garðarsdóttir. Benti Berglind á að Roslyn hefði þegar fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu til að reka málið. Með veitingu gjafsóknar hefði íslenska ríkið staðfest að nægileg ástæða væri til málshöfðunar og einnig að kostnaður við málarekstur yrði henni ofviða og réttlætanlegt að kostnaðurinn væri greiddur af hinu opinbera. Fyrir dóminum í gær sagði lögmaður Arngríms málið mjög umfangsmikið með málskjöl og skýrslur upp á mörg hundruð blaðsíður sem þegar hefðu verið lagðar fram af hálfu lögmanns Roslyn. Að auki þyrfti mögulega að afla matsgerða. Ljóst væri að málskostnaður kynni að verða mjög hár. Krafan væri lögð fram til að tryggja að Arngrímur gæti gengið að fénu ynni hann málið og yrði dæmdur málskostnaður. Friðrik benti á að þegar lægi fyrir ítarleg lögregluskýrsla um flugslysið og einnig skýrsla frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Berglind sagði hins vegar eðlilegt að aðilar málsins væru ósammála um aðdraganda og atvik á slysdeginum. Allir hlytu því að vera sammála um að málið væri ekki byggt á sandi og margt benti til að skoða þurfi atvik nánar til að leiða sannleikann í ljós. Lögmaður ekkjunnar mótmælti kröfunni eindregið og sagði að ef fallist yrði á hana væri verið að útiloka aðgang efnalítils fólks að dómstólum. Vísaði Berglind til ákvæða stjórnarskrár um rétt til aðgangs að dómstólum og ákvæða um bann við mismunun á grundvelli bæði efnahags og þjóðernis. Þannig sagði Berglind að ef fallist yrði á kröfu um málskostnaðartryggingu lægi það fyrir að aðgengi Roslyn að dómstólum yrði mjög skert og hreinlega ekki fyrir hendi. Með vísan til stjórnarskrárákvæða fælist veruleg mismunun í því að setja slíkar hömlur á erlenda borgara með takmörkuð fjárráð. Dómari úrskurðar um kröfu Arngríms í næstu viku.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00
Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00
Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00