Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Guðni Elísson skrifar 5. október 2019 09:43 Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar