Fjárhagsáætlunargerðin og lýðræði sjálfstæðismanna í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. október 2019 12:08 Gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið er eitt af stærstu verkefnum bæjarstjórnar Garðabæjar. Í fjárhagsáætlun felast ákvarðanir sem hafa áhrif á alla bæjarbúa með mismunandi hætti. Við í Garðabæjarlistanum hófumst handa í fyrra haust full eftirvæntingar og bjartsýni um að það þætti ekki annað en sjálfsagt að leggja af stað í slíka vinnu með samvinnu allra kjörinna fulltrúa. Þeirra fulltrúa sem bæjarbúar kusu til að fara með hagsmuni sína. Fulltrúar minnihlutans fengu einn fund með fjármálastjóra og bæjarstjóra um fyrirhugaða áætlun. Áætlun sem meirihlutinn var búinn að stilla upp eftir sínu höfði. Því fór sem fór. Við fulltrúar Garðabæjarlistans samþykktum ekki fjárhagsáætlun enda birti hún ekkert af okkar sýn til verkefnanna eða forgangsröðunar fjármuna í þágu íbúa.Nú hefst önnur umferð og við mætum bjartsýn til leiks. Fylgjumst með vinnulagi annarra sveitarfélaga þar sem lögð er sérstök áhersla á samráð og samtal um þá áætlun sem lögð verður fram. Jú, við sjáum glitta í lýðræðið handan við hornið í Garðabænum. Rétt svo. Pínulítið framfara skref frá fyrra fari. Nú verður samráðið með þeim hætti að fundurinn sem náðist í gegn í fyrra verður haldinn fyrr, sem vekur von um að núna verði ekki búið að niðurnjörva alla hluti áður en við fáum að kynna okkur þá. Hitt sem við fögnum hins vegar mjög er að í fyrsta skipti er í ferli þessarar mikilvægu vinnu er staður og stund fyrir pólitíska umræðu inn í nefndum sviðanna um forgangsröðun verkefna. Þótt umræðan komi inn á lokametrum vinnunnar þá fögnum við nýju stefi í vinnulagið. Það er nýtt og fagnaðarefni.Þannig virkar lýðræðið og þannig eflum við ekki síður meðvitund okkar allra á rekstri sveitarfélagsins. Umfangi verkefnanna og þeirrar sýnar sem ákvarðanirnar lýsa. Við höldum af stað borubrött með okkar tillögur í farteskinu, komum þeim inn í umræðuna í bæjarráði og bæjarstjórn næstu vikurnar og virkjum þannig lýðræðið á meðan valið stendur ekki um annað. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið er eitt af stærstu verkefnum bæjarstjórnar Garðabæjar. Í fjárhagsáætlun felast ákvarðanir sem hafa áhrif á alla bæjarbúa með mismunandi hætti. Við í Garðabæjarlistanum hófumst handa í fyrra haust full eftirvæntingar og bjartsýni um að það þætti ekki annað en sjálfsagt að leggja af stað í slíka vinnu með samvinnu allra kjörinna fulltrúa. Þeirra fulltrúa sem bæjarbúar kusu til að fara með hagsmuni sína. Fulltrúar minnihlutans fengu einn fund með fjármálastjóra og bæjarstjóra um fyrirhugaða áætlun. Áætlun sem meirihlutinn var búinn að stilla upp eftir sínu höfði. Því fór sem fór. Við fulltrúar Garðabæjarlistans samþykktum ekki fjárhagsáætlun enda birti hún ekkert af okkar sýn til verkefnanna eða forgangsröðunar fjármuna í þágu íbúa.Nú hefst önnur umferð og við mætum bjartsýn til leiks. Fylgjumst með vinnulagi annarra sveitarfélaga þar sem lögð er sérstök áhersla á samráð og samtal um þá áætlun sem lögð verður fram. Jú, við sjáum glitta í lýðræðið handan við hornið í Garðabænum. Rétt svo. Pínulítið framfara skref frá fyrra fari. Nú verður samráðið með þeim hætti að fundurinn sem náðist í gegn í fyrra verður haldinn fyrr, sem vekur von um að núna verði ekki búið að niðurnjörva alla hluti áður en við fáum að kynna okkur þá. Hitt sem við fögnum hins vegar mjög er að í fyrsta skipti er í ferli þessarar mikilvægu vinnu er staður og stund fyrir pólitíska umræðu inn í nefndum sviðanna um forgangsröðun verkefna. Þótt umræðan komi inn á lokametrum vinnunnar þá fögnum við nýju stefi í vinnulagið. Það er nýtt og fagnaðarefni.Þannig virkar lýðræðið og þannig eflum við ekki síður meðvitund okkar allra á rekstri sveitarfélagsins. Umfangi verkefnanna og þeirrar sýnar sem ákvarðanirnar lýsa. Við höldum af stað borubrött með okkar tillögur í farteskinu, komum þeim inn í umræðuna í bæjarráði og bæjarstjórn næstu vikurnar og virkjum þannig lýðræðið á meðan valið stendur ekki um annað. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar