Farsíma, debetkorti og ökuskírteini stolið af Gunnari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2019 21:59 Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn. Vísir/Vlhelm Gunnar Þorsteinsson, sem lengi vel var kenndur við trúarsöfnuðinn Krossinn, greinir frá því að óprúttnir aðilar hafi stolið af honum skilríkum og snjallsíma. Hann var með systur sinni á veitingastað í miðbæ Torrevieja á Spáni í gærkvöldi þegar óprúttna aðila bar að garði. Gunnar og Ásdís voru að rekja ættir sínar saman og skoðuðu Íslendingabók á síma Gunnars. „Blómasölumaður vindur sér að okkur og vildi selja varning sinn, en eins og menn vita er ég ekki hrifinn af jurtaleifum. Annar kemur og vildi koma inn á okkur sólgleraugum án árangurs. Þetta er hvimleitt en hluti af menningunni hér.“ Svo hafi borið að annan mann með fullt af miðum, líklega happdrættismiðum. „Hann breiðir úr miðunum yfir símann sem lá á borðinu, en ég vísa honum frá. Þagar hann tekur miðana tekur hann símann í sömu hreifingu. Ég var fljótur að átta mig hvað hafði gerst, en þjófurinn var þá horfinn á braut.“ Gunnar segist hafa beðið þjóninn um að hringja á lögregluna. Þeir hafi hins vegar viljað bíða til mánudags með að skoða málið. „Debetkortið var í símahulstrinu sem og ökuskírteinið. Ég hafði samband við kortafyrirtækið og símafyrirtækið, en lítið annað var hægt að gera. Þetta er hundsbit. Ég verð að finna lausn eftir helgi í samvinnu við lögreglu, tryggingafyrirtækið mitt og sem og símafyrirtækið.“ Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Gunnar Þorsteinsson, sem lengi vel var kenndur við trúarsöfnuðinn Krossinn, greinir frá því að óprúttnir aðilar hafi stolið af honum skilríkum og snjallsíma. Hann var með systur sinni á veitingastað í miðbæ Torrevieja á Spáni í gærkvöldi þegar óprúttna aðila bar að garði. Gunnar og Ásdís voru að rekja ættir sínar saman og skoðuðu Íslendingabók á síma Gunnars. „Blómasölumaður vindur sér að okkur og vildi selja varning sinn, en eins og menn vita er ég ekki hrifinn af jurtaleifum. Annar kemur og vildi koma inn á okkur sólgleraugum án árangurs. Þetta er hvimleitt en hluti af menningunni hér.“ Svo hafi borið að annan mann með fullt af miðum, líklega happdrættismiðum. „Hann breiðir úr miðunum yfir símann sem lá á borðinu, en ég vísa honum frá. Þagar hann tekur miðana tekur hann símann í sömu hreifingu. Ég var fljótur að átta mig hvað hafði gerst, en þjófurinn var þá horfinn á braut.“ Gunnar segist hafa beðið þjóninn um að hringja á lögregluna. Þeir hafi hins vegar viljað bíða til mánudags með að skoða málið. „Debetkortið var í símahulstrinu sem og ökuskírteinið. Ég hafði samband við kortafyrirtækið og símafyrirtækið, en lítið annað var hægt að gera. Þetta er hundsbit. Ég verð að finna lausn eftir helgi í samvinnu við lögreglu, tryggingafyrirtækið mitt og sem og símafyrirtækið.“
Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira