Merkilegur október Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. október 2019 08:15 Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun