Sprenging í verslun Íslendinga með notuð föt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 19:18 Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira