Veruleiki Kúrda Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 7. október 2019 20:47 Enn og aftur hafa Kúrdar verið sviknir eftir að Bandaríkin brutu bandalag milli ríkjanna tveggja. Eftir að forseti Bandaríkjanna sannfærði Kúrda í Sýrlandi að öruggt væri að víkja úr varnarstöðum sem til þess voru fallnar að fæla Tyrklandsher í burtu frá landamærum norður Sýrlands og lofaði öryggisráðstöfunum í skiptum fyrir vik úr varnarstöðum, gaf hann þess í stað forseta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, grænt ljós til að ráðast á Kúrda. Þessi atburðarás sem sett var af stað af Donald Trump var hvatvís, óheiðarleg og hættuleg. Nú mun þjóðernishreinsun í garð Kúrda í Sýrlandi hefjast sem stillir okkur upp við vegg og mun síðasta úrræðið líklegast verða myndun bandalags við Bashar-al Assad, forseta Sýrlands, sem Kúrdar vilja helst forðast vegna fyrri átaka. Án kúrdískra hersveita hefðu Bandaríkin ekki getað sigrað ISIS og myndum við ganga svo langt að segja að við vorum lykilatriði í baráttunni. Ellefu þúsund kúrdískir hermenn hafa dáið í baráttunni gegn ISIS þar sem þau börðust við hlið Bandaríkjamanna, en í ótrúlegri og órökréttri stefnubreytingu, erum við yfirgefin af þeim og horfum fram á þjóðarmorð. Dagurinn í dag er mikill sorgardagur meðal Kúrda þar sem við höfum vægast sagt, verið dæmd til dauða í Sýrlandi. Stundum er ekki hægt að gera annað en að vekja athygli á atburðum sem eru að gerast í heiminum, en í dag bið ég ykkur um að fylgjast með. Kúrdar voru þöglir á meðan á Anfal þjóðarmorðinu stóð árin 1986-1989, en í dag erum við hávær og við látum í okkur heyra. Við tökum þessu ekki lengur og við ætlum að berjast á móti. Við erum þreytt, við erum sár og við erum vonsvikin, en við ætlum samt að berjast.Höfundur er Kúrdi og ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök Kúrda og Tyrkja Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur hafa Kúrdar verið sviknir eftir að Bandaríkin brutu bandalag milli ríkjanna tveggja. Eftir að forseti Bandaríkjanna sannfærði Kúrda í Sýrlandi að öruggt væri að víkja úr varnarstöðum sem til þess voru fallnar að fæla Tyrklandsher í burtu frá landamærum norður Sýrlands og lofaði öryggisráðstöfunum í skiptum fyrir vik úr varnarstöðum, gaf hann þess í stað forseta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, grænt ljós til að ráðast á Kúrda. Þessi atburðarás sem sett var af stað af Donald Trump var hvatvís, óheiðarleg og hættuleg. Nú mun þjóðernishreinsun í garð Kúrda í Sýrlandi hefjast sem stillir okkur upp við vegg og mun síðasta úrræðið líklegast verða myndun bandalags við Bashar-al Assad, forseta Sýrlands, sem Kúrdar vilja helst forðast vegna fyrri átaka. Án kúrdískra hersveita hefðu Bandaríkin ekki getað sigrað ISIS og myndum við ganga svo langt að segja að við vorum lykilatriði í baráttunni. Ellefu þúsund kúrdískir hermenn hafa dáið í baráttunni gegn ISIS þar sem þau börðust við hlið Bandaríkjamanna, en í ótrúlegri og órökréttri stefnubreytingu, erum við yfirgefin af þeim og horfum fram á þjóðarmorð. Dagurinn í dag er mikill sorgardagur meðal Kúrda þar sem við höfum vægast sagt, verið dæmd til dauða í Sýrlandi. Stundum er ekki hægt að gera annað en að vekja athygli á atburðum sem eru að gerast í heiminum, en í dag bið ég ykkur um að fylgjast með. Kúrdar voru þöglir á meðan á Anfal þjóðarmorðinu stóð árin 1986-1989, en í dag erum við hávær og við látum í okkur heyra. Við tökum þessu ekki lengur og við ætlum að berjast á móti. Við erum þreytt, við erum sár og við erum vonsvikin, en við ætlum samt að berjast.Höfundur er Kúrdi og ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar