Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 13:33 Donald Trump tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. AP Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01