Opinberum starfsmönnum fjölgar óháð árferði Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 9. október 2019 07:30 Útgjöld hins opinbera hafa aukist um 80 prósent að raungildi frá aldamótum. Aukningin er 43 prósent á hvern landsmann. Ekkert lát er á útgjaldaþenslunni samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem áformuð eru 1.000 milljarða króna ríkisútgjöld. Það samsvarar átta milljónum króna á meðalheimili. Aukningin er 73 milljarðar króna sem samsvarar 600 þúsund krónum á meðalheimili. Aukningu ríkisútgjalda er að stórum hluta varið í launagreiðslur til ríkisstarfsmanna og gögn Hagstofunnar um fjölgun opinberra starfsmanna endurspegla þessa þróun. Störf í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu eru í þessari umfjöllun lögð að jöfnu við störf hjá hinu opinbera, þ.e. bæði hjá ríki og sveitarfélögum.Fjölgað um 55% frá aldamótum Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem er samfelld spurningakönnun, fjölgaði opinberum starfsmönnum mikið á fyrsta áratug aldarinnar fram að bankahruninu. Þeim fjölgaði um rúmlega 14 þúsund, eða 38 prósent, frá árinu 2000 til 2008 samanborið við sjö prósenta fjölgun á almennum vinnumarkaði. Frá aldamótum til ársins 2018 fjölgaði opinberum starfsmönnum um 20 þúsund, eða 55 prósent, en starfsfólki á almennum markaði um 22 þúsund, eða 18 prósent. Vægi hins opinbera á vinnumarkaði jókst þannig verulega, eða úr 24 prósentum í 29 prósent.Slök hagstjórn Í kjölfar bankahrunsins 2008 fækkaði starfsfólki mikið á almennum vinnumarkaði en fjöldinn var óbreyttur hjá hinu opinbera. Það voru skynsamleg viðbrögð við efnahagskreppunni. Hagstofan hefur nýverið hafið birtingu á tölum um vinnumarkaðinn sem byggjast á staðgreiðsluskrá RSK. Samkvæmt þeim fækkaði störfum um 13 prósent á almennum vinnumarkaði milli fyrri árshelminga 2008 og 2012 en fjöldi opinberra starfsmanna var óbreyttur. Á næstu þremur árum, 2012 til 2015, fjölgað opinberum starfsmönnum fremur hægt, eða 1,2 prósent á ári að jafnaði. En þegar vaxtarskeiðið mikla hófst, samhliða margföldun erlendra ferðamanna, tók fjölgun opinberra starfsmanna stökk upp á við. Frá fyrri árshelmingi 2015 til sama tíma 2019 fjölgaði opinberum starfsmönnum um tæplega 1.300 að jafnaði árlega eða um 2,2 prósent. Á þessu tímabili fjölgaði hins vegar starfsmönnum á almennum markaði um 4.600 að jafnaði árlega, eða um 3,6%. Þessar tölur bera slakri hagstjórn hins opinbera vitni, þ.e. að eftirspurn eftir starfsfólki sé aukin verulega þegar vinnuaflseftirspurn er í hámarki á almenna markaðnum og kynda þannig undir þenslu á vinnumarkaði og launaskriði.Bætt nýting skattfjár Hækkandi meðalaldur er mikil áskorun fyrir Ísland sem og aðrar þjóðir á komandi árum. Þeirri þróun fylgir aukin útgjöld til heilbrigðismála og umönnunar aldraðra og því verður ekki mætt með hækkun skattbyrðar á Íslandi sem er óvíða þyngri. Því er óhjákvæmilegt að marka skýra stefnu um aukna skilvirkni í opinberum rekstri ásamt bættri meðferð skattfjár. Kjörin leið til hagræðingar í rekstri ríkis og sveitarfélaga er aukið vægi samkeppnisrekstrar við veitingu þjónustu þeirra. Þannig má virkja samkeppni til hagræðingar í opinberum rekstri og bæta þannig nýtingu skattfjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Vinnumarkaður Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hafa aukist um 80 prósent að raungildi frá aldamótum. Aukningin er 43 prósent á hvern landsmann. Ekkert lát er á útgjaldaþenslunni samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem áformuð eru 1.000 milljarða króna ríkisútgjöld. Það samsvarar átta milljónum króna á meðalheimili. Aukningin er 73 milljarðar króna sem samsvarar 600 þúsund krónum á meðalheimili. Aukningu ríkisútgjalda er að stórum hluta varið í launagreiðslur til ríkisstarfsmanna og gögn Hagstofunnar um fjölgun opinberra starfsmanna endurspegla þessa þróun. Störf í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu eru í þessari umfjöllun lögð að jöfnu við störf hjá hinu opinbera, þ.e. bæði hjá ríki og sveitarfélögum.Fjölgað um 55% frá aldamótum Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem er samfelld spurningakönnun, fjölgaði opinberum starfsmönnum mikið á fyrsta áratug aldarinnar fram að bankahruninu. Þeim fjölgaði um rúmlega 14 þúsund, eða 38 prósent, frá árinu 2000 til 2008 samanborið við sjö prósenta fjölgun á almennum vinnumarkaði. Frá aldamótum til ársins 2018 fjölgaði opinberum starfsmönnum um 20 þúsund, eða 55 prósent, en starfsfólki á almennum markaði um 22 þúsund, eða 18 prósent. Vægi hins opinbera á vinnumarkaði jókst þannig verulega, eða úr 24 prósentum í 29 prósent.Slök hagstjórn Í kjölfar bankahrunsins 2008 fækkaði starfsfólki mikið á almennum vinnumarkaði en fjöldinn var óbreyttur hjá hinu opinbera. Það voru skynsamleg viðbrögð við efnahagskreppunni. Hagstofan hefur nýverið hafið birtingu á tölum um vinnumarkaðinn sem byggjast á staðgreiðsluskrá RSK. Samkvæmt þeim fækkaði störfum um 13 prósent á almennum vinnumarkaði milli fyrri árshelminga 2008 og 2012 en fjöldi opinberra starfsmanna var óbreyttur. Á næstu þremur árum, 2012 til 2015, fjölgað opinberum starfsmönnum fremur hægt, eða 1,2 prósent á ári að jafnaði. En þegar vaxtarskeiðið mikla hófst, samhliða margföldun erlendra ferðamanna, tók fjölgun opinberra starfsmanna stökk upp á við. Frá fyrri árshelmingi 2015 til sama tíma 2019 fjölgaði opinberum starfsmönnum um tæplega 1.300 að jafnaði árlega eða um 2,2 prósent. Á þessu tímabili fjölgaði hins vegar starfsmönnum á almennum markaði um 4.600 að jafnaði árlega, eða um 3,6%. Þessar tölur bera slakri hagstjórn hins opinbera vitni, þ.e. að eftirspurn eftir starfsfólki sé aukin verulega þegar vinnuaflseftirspurn er í hámarki á almenna markaðnum og kynda þannig undir þenslu á vinnumarkaði og launaskriði.Bætt nýting skattfjár Hækkandi meðalaldur er mikil áskorun fyrir Ísland sem og aðrar þjóðir á komandi árum. Þeirri þróun fylgir aukin útgjöld til heilbrigðismála og umönnunar aldraðra og því verður ekki mætt með hækkun skattbyrðar á Íslandi sem er óvíða þyngri. Því er óhjákvæmilegt að marka skýra stefnu um aukna skilvirkni í opinberum rekstri ásamt bættri meðferð skattfjár. Kjörin leið til hagræðingar í rekstri ríkis og sveitarfélaga er aukið vægi samkeppnisrekstrar við veitingu þjónustu þeirra. Þannig má virkja samkeppni til hagræðingar í opinberum rekstri og bæta þannig nýtingu skattfjár.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar