Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 11:30 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Fréttablaðið/GVA Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17