Skjern hafði betur gegn GOG í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark í sex tilraunum í 36-32 sigri Skjern. Hann lagði upp tvö mörk fyrir samherja sína. Þá varði Björgvin Páll Gústavsson fjóra bolta í markinu í þann tíma sem hann spilaði.
Gestirnir frá GOG höfðu elt nær allan leikinn og voru ekki yfir nema rétt fyrstu mínúturnar. Staðan í hálfleik var 17-15 fyrir Skjern.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö marka GOG og Viktor Gísli Hallgrímsson varði tvo bolta í markinu.
