Fatakeðjan Forever 21 sækir um gjaldþrotavernd Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2019 07:52 Verslun Forever 21 í London. Getty Bandaríska fataverslunarkeðjan Forever 21 hefur sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarískra gjaldþrotalaga. Stendur til að endurskipuleggja reksturinn meðan á greiðslustöðvun stendur og semja við lánardrottna. Til stendur að loka verslunum í fjörutíu löndum og fjölda verslana í Bandaríkjunum. Í frétt CNN segir að Forever 21 sé nýjasta fórnarlamb aukinnar netverslunar og þess að dregið hafi úr heimsóknum viðskiptavina í verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Þá hafi skuldastaða og hátt leiguverð einnig gert fataversluninni erfitt fyrir. Forever 21 var stofnað í Kaliforníu á níunda áratugnum. Verslunum Forever 21 verður lokað í fjörutíu löndum, meðal annars Kanada og Japan, auk þess að 178 verslunum verður lokað í Bandaríkjunum. Linda Chang, dóttir stofnanda Forever 21, segist vona að með aðgerðunum verði hægt að einfalda reksturinn þannig að fatakeðjan geti einbeitt sér að því að gera það sem hún gerir best. Forever 21 hefur lagt áherslu á nýtískufatnað á lágu verði, en tekjur fatakeðjunnar hafa mikið dregist saman á síðustu árum. Þá hefur hún þurft að glíma við ákveðja vaxtaverki eftir sókn inn á nýja markaði, svo sem Kína. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska fataverslunarkeðjan Forever 21 hefur sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarískra gjaldþrotalaga. Stendur til að endurskipuleggja reksturinn meðan á greiðslustöðvun stendur og semja við lánardrottna. Til stendur að loka verslunum í fjörutíu löndum og fjölda verslana í Bandaríkjunum. Í frétt CNN segir að Forever 21 sé nýjasta fórnarlamb aukinnar netverslunar og þess að dregið hafi úr heimsóknum viðskiptavina í verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Þá hafi skuldastaða og hátt leiguverð einnig gert fataversluninni erfitt fyrir. Forever 21 var stofnað í Kaliforníu á níunda áratugnum. Verslunum Forever 21 verður lokað í fjörutíu löndum, meðal annars Kanada og Japan, auk þess að 178 verslunum verður lokað í Bandaríkjunum. Linda Chang, dóttir stofnanda Forever 21, segist vona að með aðgerðunum verði hægt að einfalda reksturinn þannig að fatakeðjan geti einbeitt sér að því að gera það sem hún gerir best. Forever 21 hefur lagt áherslu á nýtískufatnað á lágu verði, en tekjur fatakeðjunnar hafa mikið dregist saman á síðustu árum. Þá hefur hún þurft að glíma við ákveðja vaxtaverki eftir sókn inn á nýja markaði, svo sem Kína.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira