Tuttugu þúsund króna sekt við því að stjórna rafhlaupahjóli undir áhrifum Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2019 12:00 Rafmagnshlaupahjólin njóta mikilla vinsælda. Vísir/Getty Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“ Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira