Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:30 Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik. Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik.
Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira