Landsréttur staðfesti sýknudóm í nauðgunarmáli Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 21:42 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í janúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira