Rúmlega tvö þúsund erlendir læknar starfa í Danmörku Davíð Stefánsson skrifar 21. september 2019 09:00 Samkvæmt reglum þurfa læknar í Danmörku að kunna dönsku og þekkja dönsk læknalög. Nordicphotos/Getty Samkvæmt Hagstofu Danmerkur (DST) hefur orðið veruleg fjölgun á læknum sem eru lærðir erlendis. Alls störfuðu 2.100 læknar sem höfðu fengið þjálfun erlendis á dönskum sjúkrahúsum og sem heimilislæknar árið 2017. Það er fjölgun um 300 lækna, eða 19 prósent, frá árinu 2010. Andreas Rudkjøbing, formaður danska læknafélagsins, sagði að þetta sýndi að ekki hefði verið unnt að koma til móts við þarfir danska heilbrigðiskerfisins með ráðningum á læknum þjálfuðum í Danmörku. Því hafi þurft að fylla laus störf með læknum menntuðum erlendis. Samkvæmt greiningu DST voru 18 prósent sjúkrahúslækna og heimilislækna í dreifðari byggðum erlendir ríkisborgarar. Á landsvísu var hlutfallið 9 prósent. Af læknum menntuðum erlendis eru flestir þýskir ríkisborgarar (247 talsins), síðan pólskir (219), þá Írakar (163), Litháar (156) og Rússar (109). Þá eru einnig margir læknar frá Afganistan, Íran, Ungverjalandi, Rúmeníu og Noregi. Rudkjøbing segir gæði læknisþjónustunnar og öryggi sjúklinga vera lykilatriði í þessu samhengi, en ekki hlutfallið sem slíkt. Samkvæmt gildandi reglum er þess krafist af læknum þjálfuðum utan Norðurlanda og Evrópusambandsins að þeir ljúki námskeiðum til að þeir geti starfað sem læknar í Danmörku. Þar á meðal er dönskupróf, próf í læknisfræðilegri þekkingu og skilningi á dönskum læknalögum. Í viðtali við Jyllands-Posten segir Rudkjøbing að hann sé fylgjandi því að krafa um að standast dönskupróf nái einnig til lækna frá Evrópusambandsríkjum. Undir það hafa fulltrúar ýmissa stjórnmálaflokkar tekið, svo sem Sósíaldemókrata, Danska þjóðarflokksins og Rauðgræna bandalagsins. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Samkvæmt Hagstofu Danmerkur (DST) hefur orðið veruleg fjölgun á læknum sem eru lærðir erlendis. Alls störfuðu 2.100 læknar sem höfðu fengið þjálfun erlendis á dönskum sjúkrahúsum og sem heimilislæknar árið 2017. Það er fjölgun um 300 lækna, eða 19 prósent, frá árinu 2010. Andreas Rudkjøbing, formaður danska læknafélagsins, sagði að þetta sýndi að ekki hefði verið unnt að koma til móts við þarfir danska heilbrigðiskerfisins með ráðningum á læknum þjálfuðum í Danmörku. Því hafi þurft að fylla laus störf með læknum menntuðum erlendis. Samkvæmt greiningu DST voru 18 prósent sjúkrahúslækna og heimilislækna í dreifðari byggðum erlendir ríkisborgarar. Á landsvísu var hlutfallið 9 prósent. Af læknum menntuðum erlendis eru flestir þýskir ríkisborgarar (247 talsins), síðan pólskir (219), þá Írakar (163), Litháar (156) og Rússar (109). Þá eru einnig margir læknar frá Afganistan, Íran, Ungverjalandi, Rúmeníu og Noregi. Rudkjøbing segir gæði læknisþjónustunnar og öryggi sjúklinga vera lykilatriði í þessu samhengi, en ekki hlutfallið sem slíkt. Samkvæmt gildandi reglum er þess krafist af læknum þjálfuðum utan Norðurlanda og Evrópusambandsins að þeir ljúki námskeiðum til að þeir geti starfað sem læknar í Danmörku. Þar á meðal er dönskupróf, próf í læknisfræðilegri þekkingu og skilningi á dönskum læknalögum. Í viðtali við Jyllands-Posten segir Rudkjøbing að hann sé fylgjandi því að krafa um að standast dönskupróf nái einnig til lækna frá Evrópusambandsríkjum. Undir það hafa fulltrúar ýmissa stjórnmálaflokkar tekið, svo sem Sósíaldemókrata, Danska þjóðarflokksins og Rauðgræna bandalagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira