Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 15:03 Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu. vísir Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. Móðirin, Marissa Lazaro, sagði að sonurinn hafi ekki komið heim eitt kvöldið og þegar hún hafi farið að leita hans hjá lögreglu hafi komið í ljós að hann hafði verið skotinn til bana. Hún sagði að dauði hans hafi umturnað lífi hennar. „Er til of mikils ætlast að dauði sonar míns sé rannsakaður,“ spurði hún ráðstefnugesti. Lazaro hélt á mynd af syninum þegar miðaldra filippseysk kona stóð upp og hellti sér yfir hana og sagði hana fara með ósannindi. „Duterte forseti er að hjálpa þér,“ hrópaði hún að konunni sem hágrét undir reiðilestrinum. Baráttufólk fyrir mannréttindum á Filippseyjum ákvað að halda ráðstefnuna á Íslandi í þakkarskyni fyrir tillögu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í júlí um að rannsaka mannréttindabrot á Filippseyjum. Tillagan var samþykkt við litla hrifningu Dutertes. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands ávarpaði ráðstefnuna og varð vitni að uppnáminu í kringum hrópin að móðurinni. Filippseyjar Reykjavík Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Fordæmi Íslands veitir vonarglætu Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. 30. júlí 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. Móðirin, Marissa Lazaro, sagði að sonurinn hafi ekki komið heim eitt kvöldið og þegar hún hafi farið að leita hans hjá lögreglu hafi komið í ljós að hann hafði verið skotinn til bana. Hún sagði að dauði hans hafi umturnað lífi hennar. „Er til of mikils ætlast að dauði sonar míns sé rannsakaður,“ spurði hún ráðstefnugesti. Lazaro hélt á mynd af syninum þegar miðaldra filippseysk kona stóð upp og hellti sér yfir hana og sagði hana fara með ósannindi. „Duterte forseti er að hjálpa þér,“ hrópaði hún að konunni sem hágrét undir reiðilestrinum. Baráttufólk fyrir mannréttindum á Filippseyjum ákvað að halda ráðstefnuna á Íslandi í þakkarskyni fyrir tillögu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í júlí um að rannsaka mannréttindabrot á Filippseyjum. Tillagan var samþykkt við litla hrifningu Dutertes. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands ávarpaði ráðstefnuna og varð vitni að uppnáminu í kringum hrópin að móðurinni.
Filippseyjar Reykjavík Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Fordæmi Íslands veitir vonarglætu Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. 30. júlí 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Fordæmi Íslands veitir vonarglætu Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. 30. júlí 2019 07:00