„Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2019 21:30 Elísabet Ormslev segir að hún sé orðin dauðþreytt á að verja sig gegn áreitni karlmanna. Úr einkasafni „Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?“ spyr söngkonan Elísabet Ormslev í færslu sem hún birti á Facebook en hún hefur tvisvar sinnum á mjög stuttum tíma verið áreitt af karlmanni þegar hún hefur verið gangandi í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir í samtali við Vísi að það sé tímabært að karlmenn átti sig að því að þeir hafi ekki beinan aðgang að konum og að konur séu ekki hlutir sem megi ganga að eins og sjálfsögðum hlut. „Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Elísabet segir að hún upplifi ekki beint hræðslu í þessum atvikum. „Aðallega reiði. Svona eins og það væri brotið á mér. Mér fallast bara hendur að þetta skuli ennþá gerast.“ Hún vil halda opinni umræðunni um kynferðislega áreitni og vakti því athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Ég vil að fólk gleymi ekki allri vitundarvakningunni sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Þetta er augljóslega ennþá vandamál. Ég hvet fólk til að hafa þessa umræðu opna því þetta er ekkert búið, þetta er barátta sem er ekki búið að vinna,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Annað atvikið sem hún lýsir átti sér stað um kvöld en hitt um hábjartan dag. Hún segir að það virðist ekki skipta máli staður eða stund. „Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna,“ skrifar Elísabet í færslunni sinni. Seinna atvikið átti sér stað nú fyrr í dag. „Um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“ Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík,“ útskýrir Elísabet. „Ef ég svara fyrir mig og bregst við að þá einhvern veginn bregðast þeir illa við á móti og láta eins og það sé eitthvað frekar að mér heldur en að þeim og þeirra hegðun.“Ekki bara á djamminu Hún segir að konur séu að upplifa þetta alls staðar, alltaf. „Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu.“ Í færslunni tekur Elísabet það sérstaklega fram að í dag var hún klædd í íþróttabuxur, bol sem náði upp í háls, ómáluð og með snúð í hárinu. Aðspurð af hverju hún tók það fram svaraði Elísabet: „Þetta eru rök sem fólk sem veit ekki mikið um málið notar oft. Það er bara þannig að sá hugsunargangur tíðkast ennþá í dag, að við séum í rauninni bara að biðja um að vera áreittar ef að við erum klæddar á einhvern ákveðinn hátt. Þetta er bara einn af punktunum sem er svo oft talað um eins og í tengslum við druslugönguna. Eins og bara í beinum tengslum við Druslugönguna, við megum vera klæddar eins og við viljum án þess að fá þessa áreitni á okkur.“ Elísabet segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið áreitt af karlmönnum enda segir hún í færslunni að hún sé orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja sig. „Þetta gerist ekkert bara á djamminu þegar það er áfengi um hönd heldur líka bara um hábjartan dag á laugardegi í Austurstræti, eins í dag eða fyrir framan Noodle Station eins og gerðist fyrir þremur vikum,“ segir Elísabet að lokum. Source code MeToo Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
„Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?“ spyr söngkonan Elísabet Ormslev í færslu sem hún birti á Facebook en hún hefur tvisvar sinnum á mjög stuttum tíma verið áreitt af karlmanni þegar hún hefur verið gangandi í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir í samtali við Vísi að það sé tímabært að karlmenn átti sig að því að þeir hafi ekki beinan aðgang að konum og að konur séu ekki hlutir sem megi ganga að eins og sjálfsögðum hlut. „Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Elísabet segir að hún upplifi ekki beint hræðslu í þessum atvikum. „Aðallega reiði. Svona eins og það væri brotið á mér. Mér fallast bara hendur að þetta skuli ennþá gerast.“ Hún vil halda opinni umræðunni um kynferðislega áreitni og vakti því athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Ég vil að fólk gleymi ekki allri vitundarvakningunni sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Þetta er augljóslega ennþá vandamál. Ég hvet fólk til að hafa þessa umræðu opna því þetta er ekkert búið, þetta er barátta sem er ekki búið að vinna,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Annað atvikið sem hún lýsir átti sér stað um kvöld en hitt um hábjartan dag. Hún segir að það virðist ekki skipta máli staður eða stund. „Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna,“ skrifar Elísabet í færslunni sinni. Seinna atvikið átti sér stað nú fyrr í dag. „Um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“ Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík,“ útskýrir Elísabet. „Ef ég svara fyrir mig og bregst við að þá einhvern veginn bregðast þeir illa við á móti og láta eins og það sé eitthvað frekar að mér heldur en að þeim og þeirra hegðun.“Ekki bara á djamminu Hún segir að konur séu að upplifa þetta alls staðar, alltaf. „Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu.“ Í færslunni tekur Elísabet það sérstaklega fram að í dag var hún klædd í íþróttabuxur, bol sem náði upp í háls, ómáluð og með snúð í hárinu. Aðspurð af hverju hún tók það fram svaraði Elísabet: „Þetta eru rök sem fólk sem veit ekki mikið um málið notar oft. Það er bara þannig að sá hugsunargangur tíðkast ennþá í dag, að við séum í rauninni bara að biðja um að vera áreittar ef að við erum klæddar á einhvern ákveðinn hátt. Þetta er bara einn af punktunum sem er svo oft talað um eins og í tengslum við druslugönguna. Eins og bara í beinum tengslum við Druslugönguna, við megum vera klæddar eins og við viljum án þess að fá þessa áreitni á okkur.“ Elísabet segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið áreitt af karlmönnum enda segir hún í færslunni að hún sé orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja sig. „Þetta gerist ekkert bara á djamminu þegar það er áfengi um hönd heldur líka bara um hábjartan dag á laugardegi í Austurstræti, eins í dag eða fyrir framan Noodle Station eins og gerðist fyrir þremur vikum,“ segir Elísabet að lokum. Source code
MeToo Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira