Greiðum leiðina fyrir stúdenta Katla Ársælsdóttir skrifar 22. september 2019 14:18 Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun