KR varð Íslandsmeistari um síðustu helgi er liðið tryggði sér titilinn gegn Val á heimavelli en þeir fengu svo titilinn afhentan í dag er liðið vann 3-2 sigur á FH.
Einhverjir sparkspekingar ræddu um það fyrir mótið að KR-liðið væri orðið of gamalt en Pálmi er 34 ára og Óskar 35. Þeir stungu hins vegar upp í þá sérfræðinga og birtu myndina væntanlega þeim til heiðurs.
Elliheimilið Grund pic.twitter.com/QmGsD7GsOA
— Palmi Rafn Palmason (@palmirafn) September 22, 2019
Pálmi og Óskar voru báðir frábærir í KR-liðinu í sumar og spiluðu stóran þátt í því að liðið varð meistari en liðið er með ellefa stiga forystu er ein umferð er eftir.