Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2019 22:24 Veitingamaður fagnar því að fjármálaráðherra vilji skoða hvað stjórnvöld geta gert til að létta rekstrarumhverfi veitingahúsa. Hann segir menn þurfa að vanda sig þegar kemur að verðsamanburði á bjór úr vínbúðinni og bjór á bar líkt og fjármálaráðherra gerði. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á að verðlagning á bjór á Nordica hótelinu væri 370 prósentum yfir smásöluverði. Bjórinn sem Bjarni keypti kostaði 1.400 krónur en sami bjór kostar 379 krónur úr ÁTVR.Sjá einnig: Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Ráðherra nefndi þetta eftir að stjórnvöld höfðu verið gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald en Bjarni sagði ekki hægt að kenna gjaldinu einvörðungu um þegar svo mikil álagning væri til staðar. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. „Menn þurfa aðeins að vanda sig að vera ekki að bera saman staðgengisvörur. Þarna er verið að bera saman bjór úr Vínbúðinni annars vegar og vöru keypta á einu kannski fínasta hóteli bæjarins, þar sem er jafnvel fagleg þjónusta að baki. Menn verða að átta sig á því, og ég veit að fjármálaráðherra gerir það, að þú ert að borga fyrir margt og mikið meira en einvörðungu vöruna sem slíka.“ Hann segir stöðuna í veitingageiranum í dag ekki frábæra. „Ég veit að ráðherra var eitthvað að tala um það hvort ekki væri hægt að kíkja eitthvað á stöðuna og skoða með okkur hvað hægt væri að gera. Ég myndi svo sannarlega fagna því, ekki síst sem stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Jakob segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið. „Á Íslandi í dag erum við að vinna með 30 prósent kostnaðarverð seldra vara og 50 prósent launakostnað. Þá gefur auga leið að þá er ekkert mikið eftir til þess að taka af öðrum kostnaði í svona rekstri.“ Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Veitingamaður fagnar því að fjármálaráðherra vilji skoða hvað stjórnvöld geta gert til að létta rekstrarumhverfi veitingahúsa. Hann segir menn þurfa að vanda sig þegar kemur að verðsamanburði á bjór úr vínbúðinni og bjór á bar líkt og fjármálaráðherra gerði. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á að verðlagning á bjór á Nordica hótelinu væri 370 prósentum yfir smásöluverði. Bjórinn sem Bjarni keypti kostaði 1.400 krónur en sami bjór kostar 379 krónur úr ÁTVR.Sjá einnig: Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Ráðherra nefndi þetta eftir að stjórnvöld höfðu verið gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald en Bjarni sagði ekki hægt að kenna gjaldinu einvörðungu um þegar svo mikil álagning væri til staðar. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. „Menn þurfa aðeins að vanda sig að vera ekki að bera saman staðgengisvörur. Þarna er verið að bera saman bjór úr Vínbúðinni annars vegar og vöru keypta á einu kannski fínasta hóteli bæjarins, þar sem er jafnvel fagleg þjónusta að baki. Menn verða að átta sig á því, og ég veit að fjármálaráðherra gerir það, að þú ert að borga fyrir margt og mikið meira en einvörðungu vöruna sem slíka.“ Hann segir stöðuna í veitingageiranum í dag ekki frábæra. „Ég veit að ráðherra var eitthvað að tala um það hvort ekki væri hægt að kíkja eitthvað á stöðuna og skoða með okkur hvað hægt væri að gera. Ég myndi svo sannarlega fagna því, ekki síst sem stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Jakob segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið. „Á Íslandi í dag erum við að vinna með 30 prósent kostnaðarverð seldra vara og 50 prósent launakostnað. Þá gefur auga leið að þá er ekkert mikið eftir til þess að taka af öðrum kostnaði í svona rekstri.“
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24