Tapaði veðmáli við norska boltastjörnu Björn Þorfinnsson skrifar 23. september 2019 06:00 Fannar Þór Heiðuson kemur í mark í hálfmaraþoni í Osló. Aðsend mynd Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira