Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2019 20:15 Thom Yorke og Björk hafa þekkst lengi. Vísir/Getty Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk.Yorke var gestur þáttarinsDesert Island Discs á BBC 4 um helginaen gestir þáttarins fá þar að velja átta lög, eina bók og lúxusvöru sem þeir myndu taka með sér á eyðieyju, á milli þess sem þeir ræða allt milli himins og jarðar við þáttastjórnandann.Yorke er alla jafna nokkuð sparsamur þegar kemur að viðtölum en í þættinum mátti heyra hann fara á ítarlegan og einlægan hátt yfir feril sinn og hljómsveitarinnar Radiohead, einnar virtustu hljómsveitar samtímans, sem starfað hefur í hartnær 34 ár.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnarÍ viðtalinu var hann meðal annars spurður hvort hann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að hugsa um röddina í sér, verandi söngvari einnar þekktustu hljómsveitar heims. Sagðist hann ekki hafa pælt mikið í því fyrr en hann hitti Björk, en þau hafa starfað saman í nokkur skipti, auk þess sem að Radiohead gerði á sínum tíma ábreiðu af lagi Bjarkar, Unravel, sem heyra má í spilaranum hér að neðan.„Þegar við byrjuðum átti ég í alls konar vandræðum með röddina á mér. Ég kunni ekkert á þetta og ég drakk mikið. Það hjálpaði ekki,“ sagði Yorke sem lýsti því meðal annars hversu hræðilega honum hafi liðið þegar hann þurfti að hætta í miðjum tónleikum Radiohead í Brisbane þegar röddin hans hvarf.Sjá einnig: Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið„Ég gerði bara eitthvað,“ sagði hann um hvernig hann hafi á þessum tíma hugsað um röddina í sér. Eftir að hafa farið til læknis sem útskýrði fyrir honum í smáatriðum hvernig raddböndin virka og eftir útstáelsi hans og Bjarkar fór hann hins vegar að hugsa betur um röddina.„Það var eitt skipti þegar ég var að vinna með Björk. Við fórum út á lífið og ég varð alveg hauslaus. Morguninn eftir vaknaði ég við að hún var að hita upp röddina á sér,“ sagði Yorke en hann og Björk unnu meðal annars að laginu I've Seen It All sem tilnefnt var til Óskarsverðlauna árið 2000 sem besta frumsamda lagið.„Vá, klukkan er hálfellefu að morgni til og þú ert byrjuð að hita upp. Það er langt í að við eigum að byrja að syngja,“ sagðist Yorke hafa hugsað þegar hann heyrði í Björk. „Þá fór ég að taka þetta alvarlega.“ Sjá einnig: Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma útSem fyrr segir er viðtalið nokkuð ítarlegt og einlægt. Lýsir hann meðal annars því hversu mikið áfall það hafi verið þegar Rachel Owen, barnsmóðir hans og fyrrverandi eiginkona, lést úr krabbameini árið 2016. Saman eiga þau tvö börn.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. Björk Tónlist Tengdar fréttir Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk.Yorke var gestur þáttarinsDesert Island Discs á BBC 4 um helginaen gestir þáttarins fá þar að velja átta lög, eina bók og lúxusvöru sem þeir myndu taka með sér á eyðieyju, á milli þess sem þeir ræða allt milli himins og jarðar við þáttastjórnandann.Yorke er alla jafna nokkuð sparsamur þegar kemur að viðtölum en í þættinum mátti heyra hann fara á ítarlegan og einlægan hátt yfir feril sinn og hljómsveitarinnar Radiohead, einnar virtustu hljómsveitar samtímans, sem starfað hefur í hartnær 34 ár.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnarÍ viðtalinu var hann meðal annars spurður hvort hann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að hugsa um röddina í sér, verandi söngvari einnar þekktustu hljómsveitar heims. Sagðist hann ekki hafa pælt mikið í því fyrr en hann hitti Björk, en þau hafa starfað saman í nokkur skipti, auk þess sem að Radiohead gerði á sínum tíma ábreiðu af lagi Bjarkar, Unravel, sem heyra má í spilaranum hér að neðan.„Þegar við byrjuðum átti ég í alls konar vandræðum með röddina á mér. Ég kunni ekkert á þetta og ég drakk mikið. Það hjálpaði ekki,“ sagði Yorke sem lýsti því meðal annars hversu hræðilega honum hafi liðið þegar hann þurfti að hætta í miðjum tónleikum Radiohead í Brisbane þegar röddin hans hvarf.Sjá einnig: Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið„Ég gerði bara eitthvað,“ sagði hann um hvernig hann hafi á þessum tíma hugsað um röddina í sér. Eftir að hafa farið til læknis sem útskýrði fyrir honum í smáatriðum hvernig raddböndin virka og eftir útstáelsi hans og Bjarkar fór hann hins vegar að hugsa betur um röddina.„Það var eitt skipti þegar ég var að vinna með Björk. Við fórum út á lífið og ég varð alveg hauslaus. Morguninn eftir vaknaði ég við að hún var að hita upp röddina á sér,“ sagði Yorke en hann og Björk unnu meðal annars að laginu I've Seen It All sem tilnefnt var til Óskarsverðlauna árið 2000 sem besta frumsamda lagið.„Vá, klukkan er hálfellefu að morgni til og þú ert byrjuð að hita upp. Það er langt í að við eigum að byrja að syngja,“ sagðist Yorke hafa hugsað þegar hann heyrði í Björk. „Þá fór ég að taka þetta alvarlega.“ Sjá einnig: Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma útSem fyrr segir er viðtalið nokkuð ítarlegt og einlægt. Lýsir hann meðal annars því hversu mikið áfall það hafi verið þegar Rachel Owen, barnsmóðir hans og fyrrverandi eiginkona, lést úr krabbameini árið 2016. Saman eiga þau tvö börn.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Björk Tónlist Tengdar fréttir Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30