Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 11:30 Jón Kristinn Snæhólm og Ingvi Hrafn Jónsson, hér á setti Hrafnaþings, eru tveir af hvatamönnum Ísflix. Hrafnaþing Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. Efnisveitan mun leggja höfuðáherslu á íslenska dagskrárgerð og verður aðgengileg öllum í gegnum smáforrit. Ekki verður innheimt neitt áskriftargjald eins og þekkist meðal annarra sambærilegra veitna. Að Ísflix, sem er skírskotun í hina vinsælu Netflix, standa tveir margreyndir fjölmiðlamenn; Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm. Það skyldi því engan undra að frumburður efnisveitunnar, hinn svokallaði „pilot-þáttur Ísflix“ eins og Jón Kristinn orðar það, verður þjóðmálaþátturinn Hrafnaþing sem þeir félagar hafa haldið úti um árabil. „Þetta verður borgaraleg efnisveita,“ segir Jón Kristinn í samtali við Vísi. „Svona aðeins til hægri.“ Hann segir að aðstandendur Ísflix vinni nú baki brotnu að því að ganga frá lausum endum, enda aðeins rúmur mánuður til stefnu. Verið sé að leggja lokahönd á smáforritið, sem hægt verður að nálgast í snjallsjónvörpum og símum, auk þess sem verið sé að safna efni í sarpinn.Á Ísflix verður m.a. hægt að nálgast heimildarþætti, sem stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur veg og vanda af.fbl/ernirSUS og HHG Nú þegar sé þó búið að tryggja fjölbreytta, borgaralega dagskrárgerð sem aðgengileg verður frá fyrsta degi. Auk fyrrnefnds Hrafnaþings mun Ísflix bjóða upp á matreiðsluþætti, hlaðvörp (t.a.m. frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna), heimildarþáttaröð úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar svo fátt eitt sé nefnt. Þá mun Ísflix jafnframt bjóða upp á beinar útsendingar og ætlar sér ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum. Þannig ætlar Ísflix sér að vera með þjóðmálaþátt í beinni útsendingu alla sunnudaga - og um leið í beinni samkeppni við marga af þekktustu þjóðmálaþáttum landsins sam allir eru á sunnudögum; eins og Silfrið, Sprengisand og Víglínuna. Aðspurður segir Jón Kristinn að Ísflix óttist svo sannarlega ekki samkeppni við risana sem fyrir eru. Þrátt fyrir að íslensk dagskrárgerð verði í fyrirrúmi á Ísflix segir Jón Kristinn að efnisveitan muni njóta góðs af „góðum samböndum“ forsvarsmannanna við útlönd. Nefnir hann í því samhengi tengsl þeirra við breska íhaldsþingmanninn Daniel Hannan, sem reglulega sækir Ísland heim, en hann mun aðstoða Ísflix í erlendri efnisleit. „Hann er góður vinur minn,“ segir Jón Kristinn. Skjólshús dagskrárgerðarfólks Þrátt fyrir að Ísflix sé í grunninn borgaralega sinnuð undirstrikar Jón Kristinn að öllu áhugasömu dagskrárgerðarfólki sé velkomið að birta efni sitt í efnisveitunni - sama hvar það er á hinu pólitíska litrófi. Ísflix geti þannig verið hentugur vettvangur fyrir þau sem hafa átt erfitt með að hljóta náð fyrir augum ljósvakarisanna. Það yrði líka styrkleiki fyrir efnisveituna að áhugafólk um íslensk þjóðmál geti þar nálgast fjölbreytt, pólitískt efni. Sem fyrr segir verður Ísflix hleypt af stokkunum þann 1. nóvember næstkomandi. Jón Kristinn segist ekki efast um að það takist, þrátt fyrir að tíminn sé knappur, og bætir við að efnisveitan muni nú fara í nánari kynningu og auglýsingu eftir því sem nær útgáfunni dregur. Fjölmiðlar Netflix Samkeppnismál Tengdar fréttir Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Útsendingum ÍNN hætt í kvöld Sjónvarpsstöðin hefur glímt við mikinn rekstrar- og skuldavanda um árabil. 16. nóvember 2017 14:07 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. Efnisveitan mun leggja höfuðáherslu á íslenska dagskrárgerð og verður aðgengileg öllum í gegnum smáforrit. Ekki verður innheimt neitt áskriftargjald eins og þekkist meðal annarra sambærilegra veitna. Að Ísflix, sem er skírskotun í hina vinsælu Netflix, standa tveir margreyndir fjölmiðlamenn; Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm. Það skyldi því engan undra að frumburður efnisveitunnar, hinn svokallaði „pilot-þáttur Ísflix“ eins og Jón Kristinn orðar það, verður þjóðmálaþátturinn Hrafnaþing sem þeir félagar hafa haldið úti um árabil. „Þetta verður borgaraleg efnisveita,“ segir Jón Kristinn í samtali við Vísi. „Svona aðeins til hægri.“ Hann segir að aðstandendur Ísflix vinni nú baki brotnu að því að ganga frá lausum endum, enda aðeins rúmur mánuður til stefnu. Verið sé að leggja lokahönd á smáforritið, sem hægt verður að nálgast í snjallsjónvörpum og símum, auk þess sem verið sé að safna efni í sarpinn.Á Ísflix verður m.a. hægt að nálgast heimildarþætti, sem stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur veg og vanda af.fbl/ernirSUS og HHG Nú þegar sé þó búið að tryggja fjölbreytta, borgaralega dagskrárgerð sem aðgengileg verður frá fyrsta degi. Auk fyrrnefnds Hrafnaþings mun Ísflix bjóða upp á matreiðsluþætti, hlaðvörp (t.a.m. frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna), heimildarþáttaröð úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar svo fátt eitt sé nefnt. Þá mun Ísflix jafnframt bjóða upp á beinar útsendingar og ætlar sér ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum. Þannig ætlar Ísflix sér að vera með þjóðmálaþátt í beinni útsendingu alla sunnudaga - og um leið í beinni samkeppni við marga af þekktustu þjóðmálaþáttum landsins sam allir eru á sunnudögum; eins og Silfrið, Sprengisand og Víglínuna. Aðspurður segir Jón Kristinn að Ísflix óttist svo sannarlega ekki samkeppni við risana sem fyrir eru. Þrátt fyrir að íslensk dagskrárgerð verði í fyrirrúmi á Ísflix segir Jón Kristinn að efnisveitan muni njóta góðs af „góðum samböndum“ forsvarsmannanna við útlönd. Nefnir hann í því samhengi tengsl þeirra við breska íhaldsþingmanninn Daniel Hannan, sem reglulega sækir Ísland heim, en hann mun aðstoða Ísflix í erlendri efnisleit. „Hann er góður vinur minn,“ segir Jón Kristinn. Skjólshús dagskrárgerðarfólks Þrátt fyrir að Ísflix sé í grunninn borgaralega sinnuð undirstrikar Jón Kristinn að öllu áhugasömu dagskrárgerðarfólki sé velkomið að birta efni sitt í efnisveitunni - sama hvar það er á hinu pólitíska litrófi. Ísflix geti þannig verið hentugur vettvangur fyrir þau sem hafa átt erfitt með að hljóta náð fyrir augum ljósvakarisanna. Það yrði líka styrkleiki fyrir efnisveituna að áhugafólk um íslensk þjóðmál geti þar nálgast fjölbreytt, pólitískt efni. Sem fyrr segir verður Ísflix hleypt af stokkunum þann 1. nóvember næstkomandi. Jón Kristinn segist ekki efast um að það takist, þrátt fyrir að tíminn sé knappur, og bætir við að efnisveitan muni nú fara í nánari kynningu og auglýsingu eftir því sem nær útgáfunni dregur.
Fjölmiðlar Netflix Samkeppnismál Tengdar fréttir Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Útsendingum ÍNN hætt í kvöld Sjónvarpsstöðin hefur glímt við mikinn rekstrar- og skuldavanda um árabil. 16. nóvember 2017 14:07 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Útsendingum ÍNN hætt í kvöld Sjónvarpsstöðin hefur glímt við mikinn rekstrar- og skuldavanda um árabil. 16. nóvember 2017 14:07