Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2019 13:30 Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnanesbæjar segir bæjarstjórn ósátta með svör formanns stjórnar Sorpu og framkvæmdastjóra um málefni samlagsins. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort Seltjarnarnes samþykki lán Sorpu. Stjórn Sorpu skýrði frá því síðustu mánaðamót að gera þyrfti breytingar á fjárfestingaráætlun samlagsins vegna viðbótarkostnaðar upp á einn komm fjóra milljarða króna. Annars vegar var um að ræða viðbótarkostnað vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og síðan hafi gleymdist að setja 720 milljónir króna í áætlunina vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð. Fram kom að Sorpa ætlaði að mæta þessu með því að taka viðbótarlán upp á milljarð. Sorpa er byggðasamlag og eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samlagið. Þannig lagði Reykjavík til tvo þriðju af stofnfé, Hafnarfjörður og Kópavogur lögðu til ríflega einn tíunda. Garðabær og Mosfellsbær fara með innan við 5% af stofnfénu, Seltjarnarnes um 3% og Bessastaðarhreppur innan við 1%. Sveitarfélögin þurfa öll að samþykkja viðbótarlánið og hafa þau öll samþykkt nema Seltjarnarnesbær. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur á að lánið verði samþykkt til að gera haldið áfram með framkvæmdir við gas-og jarðgerðarstöðina. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness sagði í samtali við fréttastofu að bæjarstjórnin hafi ekki fundist skýringar Birkis Jóns Jónssonar formanns stjórnar Sorpu og Björn Halldórssonar framkvæmdastjóra á viðbótarkostnaðinum og mistökunum í fjárfestingaráætluninni nógu góðar á fundi í síðustu viku. Málinu hafi því verið frestað. Á fundinum hafi bæjarstjórn rætt um hvort ekki ætti að bíða eftir úttekt á málum Sorpu áður en ákvörðun verði tekin. Sorpa hafi sýnt slæmt fordæmi í rekstri. Hann segir enn fremur að á fimmtudaginn verði bæjarstjórnarfundur og málefni Sorpu séu ekki á dagskrá fundarins. Það þýði þó ekki að málið verði ekki tekið fyrir enda liggi á að leysa það. Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stjórn Sorpu skýrði frá því síðustu mánaðamót að gera þyrfti breytingar á fjárfestingaráætlun samlagsins vegna viðbótarkostnaðar upp á einn komm fjóra milljarða króna. Annars vegar var um að ræða viðbótarkostnað vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og síðan hafi gleymdist að setja 720 milljónir króna í áætlunina vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð. Fram kom að Sorpa ætlaði að mæta þessu með því að taka viðbótarlán upp á milljarð. Sorpa er byggðasamlag og eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samlagið. Þannig lagði Reykjavík til tvo þriðju af stofnfé, Hafnarfjörður og Kópavogur lögðu til ríflega einn tíunda. Garðabær og Mosfellsbær fara með innan við 5% af stofnfénu, Seltjarnarnes um 3% og Bessastaðarhreppur innan við 1%. Sveitarfélögin þurfa öll að samþykkja viðbótarlánið og hafa þau öll samþykkt nema Seltjarnarnesbær. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur á að lánið verði samþykkt til að gera haldið áfram með framkvæmdir við gas-og jarðgerðarstöðina. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness sagði í samtali við fréttastofu að bæjarstjórnin hafi ekki fundist skýringar Birkis Jóns Jónssonar formanns stjórnar Sorpu og Björn Halldórssonar framkvæmdastjóra á viðbótarkostnaðinum og mistökunum í fjárfestingaráætluninni nógu góðar á fundi í síðustu viku. Málinu hafi því verið frestað. Á fundinum hafi bæjarstjórn rætt um hvort ekki ætti að bíða eftir úttekt á málum Sorpu áður en ákvörðun verði tekin. Sorpa hafi sýnt slæmt fordæmi í rekstri. Hann segir enn fremur að á fimmtudaginn verði bæjarstjórnarfundur og málefni Sorpu séu ekki á dagskrá fundarins. Það þýði þó ekki að málið verði ekki tekið fyrir enda liggi á að leysa það.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira