Íslandspóstur selur annað dótturfélag Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 13:05 Uppstokkun Póstsins heldur áfram. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“ Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“
Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent