Íslandspóstur selur annað dótturfélag Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 13:05 Uppstokkun Póstsins heldur áfram. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“ Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“
Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15