Rabbar barinn er einn af stöðunum sem hefur verið rekinn frá því að Mathöllin á Hlemmi var opnuð í ágúst 2017. Um tíma var rekið annað útibú í Mathöllinni Granda.
Staðurinn hefur vakið athygli fyrir súpur sínar og samlokur, einna helst portóbellósamloku nokkra í súrdeigsbrauði en einnig humar- og beikonlokur.

„Við erum blómabúðin á Hlemmi. Ég er búin að búa erlendis, sex ár í Danmörku og fjögur ár í Svíþjóð, og er alin upp í því núna að fara á markaðinn og kippa blómi með og hjóla með það heim í körfunni. Blóm gleðja, mér finnst þetta ómissandi,“ sagði Bryndís Sveinsdóttir, þáverandi rekstarstjóri, í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur árum.
Böðvar Lemax, eigandi Rabbar barsins, segir miður að síðustu dagarnir séu farnir í hönd.
„Það er bara ekki nógu mikið að gera,“ segir Böðvar.

„Það er ekkert hægt að skamma veganfólk. Ég held að það sé bara mikil samkeppni í þessum heimi og þarna virkaði það ekki. Það virkar ekkert allt,“ segir Böðvar.
„En auðvitað erum við voðalega ánægð með alla vegan sem komu.“
Samlokurnar vinsælu og súpurnar verða á tilboði út vikuna, þúsund krónur fyrir allt fram á föstudag sem verður síðasti opnunardagurinn.

En ætli það sé útilokað að portóbellósamlokan í súrdeigsbrauðinu verði kominn aftur í sölu á öðrum stað innan tíðar?
„Við seldum langmest af þessari portóbellóloku,“ segir Böðvar.
„Það getur vel verið að lokan komi eins staðar annars staðar síðar. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.“