Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 21:06 Rannsóknin mun hefjast innan tíðar. AP/Susan Walsh Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að fulltrúadeildin muni setja af stað formlega rannsókn sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þetta kom fram í máli Pelosi er hún ávarpaði bandarísku þjóðina í beinni útsendingu rétt í þessu. „Fulltrúadeildin mun hefja rannsókn á því hvort forsetinn hafi framið embættisbrot,“ sagði Pelosi. „Enginn er hafinn yfir lögin.“BREAKING: Nancy Pelosi says the House will move forward with an official Trump impeachment inquiry https://t.co/U6Pf4OzkXwpic.twitter.com/TnQvOILkPP — CBS News (@CBSNews) September 24, 2019Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld að Pelosi myndi tilkynna í kvöld að hefja ætti hið formlega ferli sem fer af stað þegar þingið ákveður að rannsaka hvort ákæra eigi forseta eða ekki. Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting frá samherjum sínum um hvort hefja ætti hið formlega ákæruferli en hún hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að fulltrúadeildin muni setja af stað formlega rannsókn sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þetta kom fram í máli Pelosi er hún ávarpaði bandarísku þjóðina í beinni útsendingu rétt í þessu. „Fulltrúadeildin mun hefja rannsókn á því hvort forsetinn hafi framið embættisbrot,“ sagði Pelosi. „Enginn er hafinn yfir lögin.“BREAKING: Nancy Pelosi says the House will move forward with an official Trump impeachment inquiry https://t.co/U6Pf4OzkXwpic.twitter.com/TnQvOILkPP — CBS News (@CBSNews) September 24, 2019Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld að Pelosi myndi tilkynna í kvöld að hefja ætti hið formlega ferli sem fer af stað þegar þingið ákveður að rannsaka hvort ákæra eigi forseta eða ekki. Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting frá samherjum sínum um hvort hefja ætti hið formlega ákæruferli en hún hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35